Það er gaman að leika sér í Laufási.
Það er gaman að leika sér í Laufási.

Laugardaginn 3. október verður boðið upp á skemmtilegan leik fyrir krakka í Gamla bænum Laufási. Krakkarnir gerast persóna úr sögu Laufáss og fara um bæinn til að leysa ýmis verkefni. Í ferðalaginu um bæinn hitta þau fyrir fólk að störfum og kynnast bænum og lífinu í honum fyrr á tíð á skemmtilegan hátt.

Bærinn verður aðeins ætlaður börnum en foreldragæsla verður í Gestastofunni þar sem boðið er upp á kaffi.

Undraferðirnar eru tvær laugardaginn 3. október, kl. 11 og 13 og einungis pláss fyrir 20 krakka í hvorum hóp fyrir sig á aldrinum 10-14 ára.

Skráning fer fram á laufas@minjasafnid.is – þar þarf að koma fram nafn barns, aldur og sími forráðamanns.

Hvað þarftu?

  • Hlý föt
  • Myndvél eða myndavélasíma.
  • Forvitni
  • Skrá sig

 

Logo Minjasafnið á Akureyri – Þjóðháttafélagið Handraðinn. Barmenningarhátíð – Akureyrarbær - Uppbyggingarsjóður