Laugardaginn 3. október verður boðið upp á skemmtilegan leik fyrir krakka í Gamla bænum Laufási. Krakkarnir gerast persóna úr sögu Laufáss og fara um bæinn til að leysa ýmis verkefni. Í ferðalaginu um bæinn hitta þau fyrir fólk að störfum og kynnast bænum og lífinu í honum fyrr á tíð á skemmtilegan hátt.
Bærinn verður aðeins ætlaður börnum en foreldragæsla verður í Gestastofunni þar sem boðið er upp á kaffi.
Undraferðirnar eru tvær laugardaginn 3. október, kl. 11 og 13 og einungis pláss fyrir 20 krakka í hvorum hóp fyrir sig á aldrinum 10-14 ára.
Skráning fer fram á laufas@minjasafnid.is – þar þarf að koma fram nafn barns, aldur og sími forráðamanns.
Hvað þarftu?
Logo Minjasafnið á Akureyri – Þjóðháttafélagið Handraðinn. Barmenningarhátíð – Akureyrarbær - Uppbyggingarsjóður
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30