Það var vaskur hópur frá leikskólanum Tröllaborgum sem heimsótti Minjasafnið 1. mars til að skoða landnámskhluta sýningarinnar Eyjafjörður frá öndverðu. Krakkarnir í Tröllahóp voru kátir og hressir og skoðuðu líkan af knerri, kíktu í bátakumlið þar sem beinagrindurnar vöktu óskipta athygli. Ekki var leiðinlegt að leika sér með föt og varning frá þessum tíma.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30