Á sumardaginn fyrsta taka Minjasafnið, Nonnahús og Davíðshús þátt í Eyfirska safnadeginum.Við fögnum sumarkomunni á söfnunum með ýmsum hætti og margt skemmtilegt og fræðandi verður í boði á söfnunum.
Þema Eyfirska safnadagsins í ár er Hafið bláa hafið. Komið og sjáið hvernig hafið tengist sýningum Minjasafnsins og verkum skáldanna Nonna og Davíðs.
Minjasafnið
Leiðsagnir - leikir og skemmtileg heit.
Sýningarspjall
14:00 Land fyrir stafni - Íslandskort frá 1547-1808,
15:00 Akureyri bærinn við Pollinn
16:00 Ertu tilbúin, frú forseti?
Sápukúlur, boltar og húllahringir og sumarleikir við Minjasafnið
Nonnahús.
Sýning um Sigríði móður Nonna - sendu sumarkveðju
Davíðshús
Leiðsögn um húsið - Davíð Stefánsson les úr eigin ljóðum -
Raðaðu saman ljóðlínum með orðum úr ljóðum Davíðs
Frítt er á söfnin á Eyfirska safnadeginum - Opið kl. 13-17
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30