Ljósmynd Rax
Ljósmynd Rax

Viltu fylgjast með 19. aldar ljósmyndara að störfum? Föstudaginn 20. og laugardaginn 21. ágúst gefst einstakt tækifæri til þess að bregða sér aftur um aldir og fylgjast með ljósmyndara taka ljósmyndir og framkalla með efnum og aðferðum sem notaðar voru um 1850. Þá mun Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri feta í spor Jóns Chr. Stefánssonar, timburmeistara og myndasmiðs, sem fyrstur Íslendinga tók ljósmyndir með votplötutækni sem hann lærði í Kaupmannahöfn 1858.

Hörður Geirsson ljósmyndasérfræðingur Minjasafnsins á Akureyri hefur undanfarin ár numið 19. aldar ljósmyndafræði og gert tilraunir með slíka tækni sem kölluð er votplötutækni (wetplate) eða collodion. Notast er við framandi efni og myndin framkölluð á glerplötu. Hörður hefur smíða eigin myndavél frá grunni ásamt færanlegu myrkraherbergi og myrkrakassa sem hann hefur smíðað.

Sýnikennslan fer fram fyrir utan Nonnahús föstudaginn 20. ágúst og laugardaginn 21. ágúst á milli kl. 13:00 og 14:00 ef veður leyfir. Allir velkomnir. Virðum sóttvarnir og fjarlægðarmörk.

Want to observe a photographer at work using early 19th century methods and chemicals? On August 20. and 21. the photographic expert at Akureyri Museum, Hörður Geirsson, do just that in front of Nonni‘s house from 13 to 14, weather permitting.
Please repsect social distancing during the event.