Minjasafnið á Akureyri
  • Hafa samband
  • ENGLISH
  • Minjasafnið
    • Starfsfólk
    • Opnunartími
    • Hafa samband
    • Sýningar
    • Fræðsla
      • Safnfræðsla fyrir skólastig
      • Safnfræðsla fyrir leikskóla
    • Bóka heimsókn
    • Myndir
    • Starfsemi
    • Kirkjuhvoll - sýningarsalir
    • Minjasafnskirkjan
    • Minjasafnsgarðurinn
    • Gjaldskrá
    • Gjaldskrá ljósmyndir
    • Stoðvinir
    • Stjórn Minjasafnsins
  • Laufás
  • Viðburðir
  • Fréttir
  • Opnunartímar
Forsíða / Minjasafnið / Myndir / Miðgarðakirkja í Grímsey

Miðgarðakirkja í Grímsey

  • 18 stk.
  • 22.09.2021
Mikil menningar- og samfélagsverðmæti urðu eldinum að bráð þegar eitt elsta hús í Grímsey, Miðgarðakirkja, brann. Kirkjan var mikilvægur hlekkur í samfélaginu á gleði og sorgarstundum auk þess sem hún var mikilvægur áfangastaður fyrir gesti af meginlandinu. Miðgarðakirkja var reist árið 1867. Árni Hallgrímsson (1832-1917) frá Garðsá í Eyjafirði var yfirsmiður hennar. Kirkjunni var breytt umtalsvert árið 1932 þegar bætt var við einfalt kirkjuhúsið forkirkju með háum turni og kór. Til hafði staðið að steinsteypt kirkja leysti gömlu kirkjuna af hólmi. Guðjón Samúelsson lagði fram hugmyndir árið 1925 að nýrri kirkju og báru endurbæturnar sem ráðist var í talsverðan svip af þeirri tillögu. Helgi Ólafsson smiður og bóndi á Borgum í Grímsey sá um endurbæturnar og fórst afar vel úr hendi að fella saman gamla kirkjuhúsið og nýbyggingarnar. Frekari framkvæmdir fóru fram á kirkjunni árið 1956 og var hún endurvígð 12. ágúst 1956 af Ásmundi Guðmundssyni biskup. Nokkrir góðir gripir glötuðust í eldinum. Predikunarstólinn frá 1867, altaristafla frá 1879 eftir Arngrím Gíslason málara, eftirmynd af kvöldmáltíðarmynd Leonardo da Vinci; fagurlega útskorinn skírnarfontur eftir Einar Einarsson frá 1958, og tvær fagrar söngtöflur eftir hann svo fáeinir gripir séu tilteknir. Þá er horfið handbragð þeirra sem reistu kirkjuna og máluðu. Myndir úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðakirkja í Grímsey (1867-2021).
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðar og Miðgarðakirkja. Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðakirkja og skólahúsið við Miðgarða. Skólahúsið var reist árið 1905 fyrir styrk úr sjóði Willard Fiske. Húsið var notað til skólahalds og skemmtana til 1960 en er nú horfið líkt og kirkjan. 
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðakirkja eftir endurbætur 1932. Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Fyrir Miðgarðakirkju voru tvöfaldar vængjahurðir. Útskurður eftir Einar Einarsson.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Syðri kirkjuhurð Miðgarðakirkju. Útskurður eftir Einar Einarsson.
Nyðri kirkjuhurð Miðgarðakirkju. Útskurður eftir Einar Einarsson. Jesú á bát. Undir myndinni stendur: Og hann vaknaði og hastaði á vindinn. Mark. 4.39. 
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Altaristafla Miðgarðakirkju eftir Arngrím Gíslason, málara. Myndefnið er síðastakvöldmáltíðin eftir Leonardo Da Vinci. Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Altari og altaristafla í Miðgarðakirkju áður en endurbætur fór fram á kirkjunni 1932, 
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðakirkja.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðakirkja.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Sr. Pétur Sigurgeirsson og fermingarbörn í Miðgarðakirkju. 
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Ferming í Miðgarðakirkju.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðakirkja.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðakirkja.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Miðgarðakirkja.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
Kirkjukór og organisti Miðgarðakirkju.
Úr Grímseyjarsafni Helga Daníelssonar og Friðþjófs Helgasonar.
  • Starfsfólk
  • Opnunartími
  • Hafa samband
  • Sýningar
  • Fræðsla
    • Safnfræðsla fyrir skólastig
    • Safnfræðsla fyrir leikskóla
  • Bóka heimsókn
  • Myndir
  • Starfsemi
  • Kirkjuhvoll - sýningarsalir
  • Minjasafnskirkjan
  • Minjasafnsgarðurinn
  • Gjaldskrá
  • Gjaldskrá ljósmyndir
  • Stoðvinir
  • Stjórn Minjasafnsins
  • Aðalstræti 58
  • 600 Akureyri
  • Sími 462 4162
  • minjasafnid@minjasafnid.is

Opnunartími

Minjasafnið á Akureyri & Nonnahús: Sumar: 1. júní - 30. september - Daglega kl. 11-17 / Vetur:  1. október - 31. maí - Daglega kl. 13-16

Leikfangahúsið: Sumar: 1. júní - 1. september - Daglega kl. 11-17   

Laufás: Sumar: 1. júní - 30. ágúst - Daglega kl. 11-17 / Vetur:  1. september - 1. október  - Daglega kl. 13-17 

Lokað/Closed 24-26, 31.  desember, 1 . janúar og páskadag.

Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30.