22. Í Reykjahlíð við Mývatn fyrir framan smiðju Einars Friðrikssonar afa þeirra sem eru á myndinni. Smiðjan stóð skammt vestan gamla Reykjahlíðarbæjarins. Til vinstri er Illugi Jónsson f 6. nóv. 1909 og svo Baldur Sigurðsson f. 31. júl. 1916, síðar bændur í Reykjahlíð. Við fætur þeirra er silungur sem bendir til að þeir hafi verið að koma af vatninu frá því að vitja um net. Mávar voru ekki borðaðir í Reykjahlíð, þeir voru hins vegar skotnir hvar sem til þeirra náðist. Myndin er tekin í kringum árið 1940. Þekkir þú… staðinn, fólkið, tilefnið eða tímann? Sendu okkur póst minjasafnid@minjasafnid.is
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30