Minjasafnið á Akureyri
  • Hafa samband
  • ENGLISH
  • Minjasafnið
    • Starfsfólk
    • Opnunartími
    • Hafa samband
    • Sýningar
    • Fræðsla
      • Safnfræðsla fyrir skólastig
      • Safnfræðsla fyrir leikskóla
    • Bóka heimsókn
    • Myndir
    • Starfsemi
    • Kirkjuhvoll - sýningarsalir
    • Minjasafnskirkjan
    • Minjasafnsgarðurinn
    • Gjaldskrá
    • Gjaldskrá ljósmyndir
    • Stoðvinir
    • Stjórn Minjasafnsins
  • Laufás
  • Viðburðir
  • Fréttir
  • Opnunartímar
Forsíða / Sýningar / Brot af því besta

Brot af því besta

  • 13 stk.
  • 28.05.2007
Hér gefur að líta nokkra góðgripi úr fórum safnsins sem valdir voru á sumarsýninguna Brot af því besta.
Askurinn er frá Garðsá í Öngulsstaðahreppi og var fyrsti hluturinn sem skráður var sem eign safnsins. 
Eftir 1700 þróuðust húsakynni á þann veg að baðstofan fékk hlutverk svefnherbergis og dagstofu í senn og mataðist heimilisfólk sitjandi á rúmum sínum. Mataraskur var því afar hentugur þar sem húsakostur var þröngur.
Viltu vita meira?
Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni. 
Halldóra Arnardóttir,
Brauð var ekki algengur matur fyrr en á seint á 19. öld. Slíkur munaður var yfirleitt hafður til hátíðarbrigða og til gjafa. Pottbrauð voru stundum skreytt með því að þrýsta deigi á skreytt mót sem báru ýmisskonar áletrun, sem lyftust upp við baksturinn.
Áletranir eru oftast guðlegs eðlis en einnig þekkjast gamansamar áletranir s.s. “Eg vil láta eta mig en ekki geyma” “Borðaðu brauðið sonur”
Flest brauðmót eru frá 19. öld.

Orðtak tengt brauðgerð er: Að skara eld að köku sinni.

Viltu vita meira? 
Hallgerður Gísladóttir, Íslensk matarhefð. s, 214-215.
Kristján Eldjárn, Hundrað ár í Þjóðminjasafni. s, 81.
msa3100a
Kistill með útskurði í barokkstíl hefur safnnúmer 613.
Ingólfur Bjargmundsson á Akureyri gaf kistilinn og hafði verið í ætt hans að minnsta kosti frá langa-langömmu hans sem fædd var 1789. Kistillinn hefur gengið milli ættliða til þeirra einstaklinga sem höfðu fangamarkið IB.
Borð af söðulsessu er númer 1899 í munaskrá Minjasafnsins. 
Sessuna saumaði Anna Jóhannesdóttir, fædd 1827 að Kaðalsstöðum í Fjörðum.

Sú saga fylgir söðulsessunni, að eitt sinn hafi prestsmaddama nokkur komið að heimili Önnu að kvöldi dags og beðist gistingar. Prestskonan var vel út búin og barst nokkuð á. 
Anna hafði næmt auga fyrir því sem fagurt var, og tók hún eftir forkunnarfallegri sessu í söðli maddömunnar. Anna fór þess á leit við prestskonuna að hún fengi að draga upp munstrið á söðulsessunni, en því var þverlega neitað. 
Anna sá ráð við því. Hún fór á fætur snemma morguns daginn eftir og meðan aðrir sváfu náði hún að draga upp munstrið án þess að nokkur yrði þess var. Önnu auðnaðist að ljúka við söðulsessuna sína og ef til vill nota hana sem slíka.
Safngripur 615 er tágakarfa öðru nafni tægja. Hún er gerð úr víðitágum, óvenju stór, og með lok sem fellur yfir barminn. Í tágakörfur voru aðallega notaðar tágar af grávíði sem geta orðið nokkurra metra langar. Þær voru fyrst að birktar, þ.e. börkurinn var fjarlægður með því að klappa ræturnar þar til sprakk fyrir, og mátti þá draga rótina í heilu lagi innan úr berkinum. Þegar kom að því að vinna úr rótunum voru þær fyrst mýktar í vatnsbaði. Næst voru þær klofnar, og tekið til við að bregða úr þeim.
Rúmskápurinn er sagður kominn úr búi Lúdvíks Popp á Sauðárkróki, og á að hafa komið þangað um 1854. Rúmskápurinn er hugvitssamlega gert rúmstæði sem lagt er saman svo minna fari fyrir því á daginn. Þegar það leggst út er framhlið “skápsins” rúmstæði, en bakhlið “skápsins” er rúmgafl með krókum til að hengja frá sér fatnað. Þegar búið er um rúmið er sængurfatnaðurinn spenntur niður með leðurólum og geymdur inni í “skápnum”.
Mikil vinna hefur verið lögð í að láta rúmið líta út eins og myndarlegan skáp með fulningahurðum og tveim skúffum. Húsgagnið er allt æðarmálað (oðrað) að utan, en ómálað að innan.
Myndröðin á skúffunum efst á skattholinu gerir það einstakt. Hún sýnir líkfylgd þar sem hver persóna hefur sérkenni, einkum í klæðnaði, í samræmi við stöðu sína. Hugsanlegt er að myndröðin eigi að sýna útför sr. Þorsteins Ketilssonar á Hrafnagili (d. 1754).
msa1323
Borgundarhólmsklukka sem er talin vera úr búi Þorsteins Daníelssonar á Skipalóni í Hörgárbyggð. Eftir 1850 fóru stundaklukkur að berast til Íslands. Stofuklukkur voru stöðutákn á efnameiri heimilum. Vasaúr þóttu líka góð eign. Hver og einn gat still sína klukku eftir hentugleikum. Eftir að Ríkisútvarpið kom til 1930 varð meira samræmi á landsvísu.
Gripur nr. 774 er prjónastokkur sagður gerður af  Hjálmari Jónssyni, Bólu-Hjálmari (1796-1875). Prjónastokkar eru hirslur fyrir bandprjóna.
Gripur nr. 401 í munaskrá er rúmfjöl. Eigandi hennar var Páll Steinsson bóndi á Tjörnum í Saurbæjarhreppi. 
Rúmfjalir voru notaðar í baðstofum eftir að þær urðu aðalíverustaðir torfbæjanna. Þeim var smeygt niður með rúmstokk á nóttunni og höfðu þann hagnýta tilgang að halda að rúmfötum svo þau héldust í rúminu. Rúmfjalir afmörkuðu líka það takmarkaða rými sem hver og einn gat haft í baðstofu sem margir deildu. 
Rúm voru ekki persónuleg eign, að minnsta kosti ekki hjúa. En rúmfjölin var einkaeign sem vinnufólk flutti með sér.
Safngripur nr. 515 er þilkista. 
Þær voru ásamt kistlum ýmisskonar, rúmfjölum, trafakeflum og mataröskum persónuleg eign fólks sem annars átti fátt veraldlegra hluta. Kistunum var ætlað að hanga á þili enda lítið um aðra staði til að geyma hirslur á, nema þá að stinga þeim niður með rúmgafli.
  • Aðalstræti 58
  • 600 Akureyri
  • Sími 462 4162
  • minjasafnid@minjasafnid.is

Opnunartími:daglega 11-17

Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás

Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17

Smámunasafnið opið  18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .

Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30