Boðið er upp á sérsniðnar heimsóknir fyrir framhaldsskólahópa í samvinnu við framhaldsskólakennara. Við reynum eins og hægt er að koma til móts við óskir og ábendingar um viðfangsefni fyrir nemendur og tökum öllum hugmyndum með jákvæðum huga.
Dæmi um þau viðfangsefni sem boðið er upp á:
Hægt er að skoða sýningarnar Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu.
Sýningarnar er hægt að sníða út frá áherslum sögu, viðskiptafræði, náttúrufræði, efnafræði eða hvað sem kennarar telja að gagnist þeim við að útskýra námsefni sitt. Á Minjasafninu er hægt að finna ótal dæmi sem varða samfélagið allt, söguna og umhverfið.
Einnig er hægt að skoða Minjasafnskirkjuna og Nonnahús með það fyrir augum að varpa ljósi á þéttbýlissamfélag sem var að verða til á Íslandi.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30