Safnfræðsla í Minjasafninu á Akureyri

Skipulagðar heimsóknir fyrir grunnskóla

 

Fyrirkomulag heimsókna

Skipulagðar safnheimsóknir á Minjasafnið á Akureyri eru miðaðar við nokkra aldurshópa og námsefni þeirra. Að jafnaði er tekið á móti einum bekk/aldurshópi í senn og tekur heimsóknin um 45-60 mínútur. Safnfræðslufulltrúi Minjasafnsins sér um leiðsögn og fræðslu í skipulögðum heimsóknum og mikilvægt er að panta þær tímanlega hjá Rögnu Gestsdóttur safnfræðslufulltrúa í síma 462-4162 eða á netfangið ragna@minjasafnid.is þar sem tilgreina þarf nafn skóla og kennara, árgang og fjölda barna og að lokum óskir um tíma, dagsetningu og sérþarfir nemenda ef einhverjar eru.

Kennarar taka þátt í heimsókninni og eru hvattir til að undirbúa börnin og heimsóknina svo hún nýtist skólastarfinu sem best.

Kennurum er velkomið að hafa samband sé frekari upplýsinga óskað og/eða að heimsækja safnið undir leiðsögn safnfræðslufulltrúa áður en hin eiginlega heimsókn fer fram. Við reynum eftir bestu getu að koma til móts við óskir og ábendingar um viðfangsefni fyrir grunnskólanemendur og skoðum allar hugmyndir með jákvæðum huga.

 

Sýningar Minjasafnsins á Akureyri

veturinn 2013-2014

 

 

1. bekkur                                                                            Tími: sept-maí
Barn á Akureyri í gamla daga                                             

Í gegnum sýninguna  Akureyri – bærinn við pollinn kynnast nemendur lífinu hjá börnum bæjarins á fyrri hluta síðustu aldar. Skoðaðir verða munir og myndir og við reynum að gera okkur í hugarlund  hvernig það var að vera barn í gamla daga og alast upp í bænum okkar. Skoðuð verða veiðarfæri, kíkt til kaupmannsins og litið á gömul hús. Spjallað verður um leiki og störf barna, gömul leikföng skoðuð og hattar mátaðir.   

 

3. bekkur

Ljós og myrkur - Nonnahús Tími: jan-feb

 Heimsókn í Nonnahús þar sem nemendur fá innsýn í líf barna og unglinga sem lifðu við aðstæður ólíkar því sem gerist í dag. Hvað höfðu börn fyrir stafni í skammdeginu? Hvernig er að hlusta á sögur og ævintýri í myrkrinu?

                                                   

Unglingadeild

Gönguferð um gamla bæinn Tími: apríl-maí 

Nemendur fara í göngu um gamla bæinn og sagt er frá upphafi og mótun bæjarins á 19. og 20. öld. Rætt er um hús og fólk, skoðaðar gamlar myndir og reynt er að varpa ljósi á breytingar og þróun sem bærinn hefur gengið í gegnum. Horft er til daglegs lífs á Akureyri þegar kaupstaðurinn er að myndast og reynt að fá mynd af því hverjir íbúarnir voru og hvernig þeir lifðu. 

                                                                                                            

2. 4. og 7. bekkur                                                                          Tími: 18.nóv-20.des
Jólaheimsókn

       

 

Allir bekkir                                                                               Tími: sept-maí             ÚTLÁN TIL SKÓLA - Tóvinnukassi                                            Kassinn inniheldur snældur og kamba, ull og safngripi tengda tóvinnu. Einnig er að finna í honum ull til að vinna úr, sem og kennsluleiðbeiningar, skyggnur og aðrar gagnlegar upplýsingar sem nota má við kennslu.

 

Tímapantanir alla virka daga frá 8-16 hjá Rögnu Gestsdóttur í síma 462-4162 eða í tölvupósti: ragna@minjasafnid.is