Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri miðvikudaginn 21. mars 2007
kl. 18:00 í Minjasafninu Aðalstræti 58 á Akureyri.
Mætt voru: Kristján Ólafsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Baldvin Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Dóróthea Jónsdóttir, safnstjóri Guðrún María Kristinsdóttir einnig mættu á fundinn þeir Valtýr Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Eyjafjarðar og Ragnar J. Jónsson endurskoðandi hjá Deliotte ehf.
Formaður bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Valtý og Ragnar, og skipaði Guðrúnu Kristjánsdóttir fundarritara.
Gjörðir fundarins voru:
l. Farið var yfir drög að ársreikningi safnsins og útskýrði endurskoðandi reikninginn. Ljóst er að fjárhagslega staða er ekki jafn góð og gert var ráð fyrir. Reksturinn ræddur ítarlega og farið gaumgæfilega yfir alla liði. Ákveðið að endanlegur reikningur verði tilbúinn fyrir næsta fund sem verður 3ja apríl.
Umræður spunnust um hvaða væntingar Héraðsnefndin eða sveitarfélög sem leggja fé til rekstursins hafa til safnsins.
2. Aðalfundur Minjasafnsins ákveðinn 26. apríl n.k.
3. Samþykkt að senda Akureyarstofu bréf og óska eftir stefnumótun Akureyrarstofu á söfnunum í innbænum.
4. Verkefni Minjasafnsins framundan:
Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlunina. Viðburðadagskráin hefst á sumardaginn fyrsta. Sumarsýningar sem framundan eru opna 2 júní. Kristín Sóley sér um Gásaverkefnið og er hún starfsmaður Hörgárbyggðar. Minningarstofa um Jónas Hallgrímsson á Hrauni verður opnuð 16. nóvember og er undirbúningur þegar hafinn.
5. Önnur mál:
Samningur við Iðnaðarsafnið sem rennur út 1. júní verður ekki endurnýjaður óbreyttur. Áætlað er að Iðnaðarsafnið kaupi sérfræðiþjónustu frá Minjasafninu og einnig að sumarstarfsfólk Minjasafnsins verði þar líka. Nýr stjórnarformaður Iðnaðarsafnsins er Þorsteinn Arnórsson
Guðrún M greindi frá því að Ingibjörg í Laufási verði eitt ár til viðbótar og verður því resturinn í Laufási óbreyttur í sumar
Fleira ekki gert, fundargerðin skrifuð eftir minnisblaði, fundi slitið kl. 19:35.Guðrún Kristjánsdóttir
-fundarritari-
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30