Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri haldinn miðvikudaginn 22. nóv. 2006 kl. 18.
Formaður setti fund, gjörðir fundarins voru:
1. Fjárhagsáætlun 2007 lögð fram, einnig 4ra ára áætlun áranna 2007-2010 þær samþykktar.
Forstöðumaður safnsins sóttir fund Héraðsnefndar Eyjafjarðar. Þar kom fram að framlag héraðsnefndar var lækkað úr ca. 38.000.000 í ca. 35.000.000 kr. Þá kom fram í máli Guðrúnar að kostnaður við málun, viðgerð og lýsingu kirkjunnar og fleira er um kr. 4.500.000.
2. Lagðar fram hugmyndir að framtíða Syðstabæjarhússins og Holts í Hrísey, tillögur eiga að vera til á fyrsta fundi í janúar.
3. Sýning á Hrauni í Öxnadal, forstöðumaður gerði grein fyrir uppsetningu hennar.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið.
Margrét S. Jóhannsdóttir fundarritari
Kristján Ólafsson
Baldvin H. Sigurðsson
Guðrún Kristjánsdóttir
Ragnheiður Jakobsdóttir.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30