Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri haldinn miðvikudaginn 22. nóv. 2006 kl. 18.

Formaður setti fund, gjörðir fundarins voru:

1. Fjárhagsáætlun 2007 lögð fram, einnig 4ra ára áætlun áranna 2007-2010 þær samþykktar.
Forstöðumaður safnsins sóttir fund Héraðsnefndar Eyjafjarðar. Þar kom fram að framlag héraðsnefndar var lækkað úr ca. 38.000.000 í ca. 35.000.000 kr. Þá kom fram í máli Guðrúnar að kostnaður við málun, viðgerð og lýsingu kirkjunnar og fleira er um kr. 4.500.000.

2. Lagðar fram hugmyndir að framtíða Syðstabæjarhússins og Holts í Hrísey, tillögur eiga að vera til á fyrsta fundi í janúar.

3. Sýning á Hrauni í Öxnadal, forstöðumaður gerði grein fyrir uppsetningu hennar.

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerðin lesin upp og samþykkt. Fundi slitið.

Margrét S. Jóhannsdóttir fundarritari

Kristján Ólafsson
Baldvin H. Sigurðsson
Guðrún Kristjánsdóttir
Ragnheiður Jakobsdóttir.