Efst í Grófargili, eða Listagilinu, suður af Frímúrarahúsinu stóð býlið Garður. Húsið reisti Magnús Jónsson ökumaður (1871-1919) árið 1902 ásamt konu sinni Margréti Sigríði Sigurðardóttur (1873-1912). Magnús tók sér ýmislegt fyrir hendur, kenndi skrift við barnaskólann á Oddeyri, var verslunarmaður hjá Laxdal, færði verslunarbækur og vann einnig við akstur. Magnús var gjaldkeri í fyrstu stjórn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar.
Magnús var alinn upp af móður sinni, brjóstveikur og þoldi illa erfiðisvinnu. Sonur Magnúsar og Margrétar var Sigursteinn Magnússon framkvæmdarstjóri SÍS í Leith í Skotlandi. Sonur hans og Ingibjargar Sigurðardóttur var Magnús Magnússon víðfrægur fjölmiðlamaður hjá BBC.
Akureyrarbær eignaðist húsið 1955 og leigði út. Húsið Garður var líklega rifið 1967.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30