Það verður líf og fjör þriðjudagskvöldið 17. desember á aðventukvöldi í Nonnahúsi og Minjasafninu.
Starfsfólk safnsins ásamt þjóðháttafélaginu Handraðinn skapa skemmtilega stemningu í söfnunum. Hver voru handtökin við undirbúning jólanna? Leiðsögn um jólasýninguna Göngum við í kringum... svo verður slegið upp jólaballi í Minjasafninu kl. 20 þar sem við gerum einmitt það! Já og svo verður jólasveinn á stjái í sparifötunum.
Aðgangseyrir aðeins 1000 kr fyrir 18 ára og eldri. Fullorðnir í fylgd með börnum fá ókeypis inn.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30