Það verður líf og fjör þriðjudagskvöldið 17. desember á aðventukvöldi í Nonnahúsi og Minjasafninu.
Starfsfólk safnsins ásamt þjóðháttafélaginu Handraðinn skapa skemmtilega stemningu í söfnunum. Hver voru handtökin við undirbúning jólanna? Leiðsögn um jólasýninguna Göngum við í kringum... svo verður slegið upp jólaballi í Minjasafninu kl. 20 þar sem við gerum einmitt það! Já og svo verður jólasveinn á stjái í sparifötunum.
Aðgangseyrir aðeins 1000 kr fyrir 18 ára og eldri. Fullorðnir í fylgd með börnum fá ókeypis inn.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30