Ivan Mendez er ungur tónlistarmaður frá Akureyri. Tónlist Ivans einkennist af metnaðarfullri textagerð, einlægni og mikilli innlifun. Undanfarin ár hefur hann komið víða fram, bæði einn sem og með fyrrum hljómsveit sinni GRINGLO en þeir félagar gáfu út hljómplötu og héldu viðamikla útgáfu/loka tónleika í menningarhúsinu Hofi nú á dögunum. Þessa dagana vinnur Ivan að nýju solo efni og undirbýr sig fyrir háskólanám í tónlistarframleiðslu í Þýskaland.
Að þessu sinni kemur Ivan einn fram með nýtt og gamalt efni sem sumt hefur ekki enn litið dagsins ljós.
Viðburðurinn er hluti Listasumars á Akureyri og styrktur af Uppbyggingarsjóði Eyþings.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30