Sönglagadagskrá þar sem flutt verða nokkur af ástsælustu lögum þjóðarinnar við texta Davíðs Stefánssonar. Flytjendur eru Jón Svavar Jósefsson söngvari og Hannes Guðrúnarson gítarleikari, sem jafnframt útsetur lögin fyrir söngrödd og klassískan gítar. Dagskráin verður krydduð með minningarbrotum samferðamanna skáldsins frá Fagraskógi.

Jón Svavar Jósefsson óperusöngvari lauk námi frá Universität für Musik und Darstellende Kunst í Vínarborg
2007 og hefur leitað sér frekari menntunar víða, bæði í söng og leiklist, á Íslandi, Belgíu, Svíþjóð, Austurríki og á
Akureyri.
Jón hefur haldið fjölda einsöngstónleika og hefur verið einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ungfóníunni og öðrum kammerhópum.
Meðal hlutverka Jóns eru Ábótinn í Carmina Burana eftir Carl Orff og Ólíkindatólið í Annarleik Atla Ingólfssonar.
Jón Svavar starfar sem söngvari, leikari, kórstjóri og söngkennari auk þess að koma fram með sjálfstæðum tónlistar-og leikhópum.
Undanfarin ár hefur Jón tekið þátt í frumflutningi fjölda nýrra ópera eftir Íslensk tónskáld og jafnframt unnið ýmis verkefni tengd kvæðasöng og óhefðbundinni raddbeitingu. Þá hefur Jón verið tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna sem söngvari ársins.

Hannes Guðrúnarson útskrifast úr Gítarkennaradeild Tónskóla Sigursveins vorið 1992 og lýk burtfararprófi frá sama skóla ári síðar. Stundaði nám í gítarleik við Tónlistarháskólann í Bergen 1993-1995 og útskrifaðist með Cand Mag gráðu þá um vorið. 1995-1997 lagði Hannes stund á nám í kammermúsik við sama skóla, með sérstaka áherslu á meðleik/undirleik með einsöngvurum.

Hannes Guðrúnarson hefur alla tíð verið virkur tónlistarmaður, bæði sem einleikari og með öðrum.
Hann hefur komið fram á Háskólatónleikum með Elísabetu Waage hörpuleikara og Emilíu Rós Sigfúsdóttur flautuleikara. Auk þess hefur hann starfað með Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu, Sólveigu Önnu Jónsdóttur píanóleikara, Pamelu di Senzi flautuleikara og fleirum.