Á Minjasafninu á Akureyri er varðveitt einstakt safn landakorta af Íslandi. Kortin eru frá 1524 fram til 1847 og eru gerð af helstu kortagerðarmönnum þess tíma.
Kortasafnið á sér rómantískt upphaf og fléttast saman við persónurnar, Karl-Werner Schulte og Giselu Schulte-Daxbök sem gáfu kortin Akureyrarbæ árið 2014. Þessi ástarsaga er viðfangsefni sýningarinnar sem Haraldur Þór fjallar um í leiðsögn sinni. Í leiðsögninni verður boðið upp á að bragða hvítvín og rauðvín frá heimahéraði gefendanna.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 7. október
Tímasetning: kl. 17.00 – 18.00
Staðsetning: Minjasafnið á Akureyri – Aðalstræti 58
Aðgangseyrir: 1500 – ókeypis fyrir handhafa árskorts, börn og öryrkja
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30