Ferming er ein af stóru stundunum í lífinu. Tilefnið er því ærið að taka af sér ljósmynd. Sérstök eftirvænting fylgir því að láta taka fermingarmynd af sér, hárið er sérstaklega vel snyrt og greitt, fatnaðurinn og skartið sérvalið. Þau voru fjölmörg fermingarbörnin sem settust í stólinn hjá ljósmyndaranum Hallgrími Einarssyni sem rak ljósmyndastofu á Akureyri frá 1903-1947 ásamt sonum sínum.