Á hlaðinu við Laufás í Eyjafirði verða prúðbúnar konur og karlar í glæsilegum þjóðbúningum, sem eru afrakstur námskeiða sem tugir kvenna úr Eyjafirði hafa sótt hjá Þjóðháttafélaginu Handraðanum og Heimilisiðnaðarfélaginu undanfarið ár.

Þar hafa orðið til faldbúningar, upphlutir og peysuföt sem verða sýnd á einskonar tískusýningu á hlaðinu við gamla bæinn í Laufás. Einstaklega fagurt handverk.
Aðgangur ókeypis fyrir fólk í þjóðbúningum.

Traditional Icelandic costumes recently made by local women and displayed in a fashion show, sort of, in front of the Old turf farm Laufás in Eyjafjörður. Dozens of women have participated in workshops over the past year making exquisite traditional clothes. The surroundings are particularly appropriate being the historical site Laufás with its exquisite 19th century turf rectory and church.