Flestir þekkja gamlar og ljótar sögur um Grýlu sem var hryllileg mannæta og jólasveinana sem forðum voru til vandræða hvar sem þeir komu. Sumir í fjölskyldunni eru samt að mestu gleymdir eins og fyrri eiginmenn Grýlu og jólasveinar eins og Lungnaskvettir, Flórsleikir eða Flotnös.

Jón Jónsson og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingar á Ströndum heimsækja Minjasafnið á Akureyri og rifja upp næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin.

Sagt verður frá óhugnanlegum sögum og þjóðtrú um Grýlu og hennar hyski. Sumt af því hentar varla mjög ungum börnum eða viðkvæmum sálum, en öll sem þora eru hjartanlega velkomin!

Sama dag opna jólasýningar á Minjasafninu Jólin koma… og jólafjallið sprettur upp úr gólfinu ásamt nokkrum af jólafólunum. Nonnahús hefur verið fært í jólabúning með jólaskrauti fyrri tíðar. Þá eru spretta sögurnar úr dagbókum Sveins Þórarinssonar fram af veggjum Nonnahúss.

Meðfylgjandi mynd við viðburðinn er teiknuð af Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur.

Aðgangur ókeypis 2. desember