Sýningin Í skugganum segir sögu fyrstu kvennanna sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi. Hér eru kynnt í fyrsta sinn verk tíu einstakra kvenna á samnorrænni ljósmyndasýningu. Konurnar störfuðu allar sjálfstætt sem ljósmyndarar á mismunandi tímabilum frá 1872 og fram til 1925 á svæðinu sem þá var danska konungsveldið. Á sýningunni kynnumst við því rými sem þessir frumkvöðlar meðal kvenna í ljósmyndun störfuðu í, jafnt við stúdíómyndatöku, heimildaljósmyndun, listræna ljósmyndun og við tæknilega nýsköpun.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30