Sýningin Í skugganum segir sögu fyrstu kvennanna sem lögðu stund á ljósmyndun í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi. Hér eru kynnt í fyrsta sinn verk tíu einstakra kvenna á samnorrænni ljósmyndasýningu. Konurnar störfuðu allar sjálfstætt sem ljósmyndarar á mismunandi tímabilum frá 1872 og fram til 1925 á svæðinu sem þá var danska konungsveldið. Á sýningunni kynnumst við því rými sem þessir frumkvöðlar meðal kvenna í ljósmyndun störfuðu í, jafnt við stúdíómyndatöku, heimildaljósmyndun, listræna ljósmyndun og við tæknilega nýsköpun.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30