22. desember Að klæða köttinn
Jólakötturinn er skemmtilega skrítið dýr. Enginn vill fara í jólaköttinn, þ.e. að fá ekki nýja flík fyrir jólin. Hér fyrir norðan var líka talað um að klæða köttinn. Merking orðtaksins er óljós en hefur einhver séð kött skipta um feld? Líklega er merkingin sú að ef viðkomandi fær ekki nýja flík sé hann eins og kötturinn, í sömu fötunum. Til að sleppa við köttinn var til einföld lausn. Nýjir leppar í skóna.
Jólakötturinn á sér bræður og systur sem einnig voru notaðar sem barnafælur. Í Noregi er óvætturinn geit eða hafur, í Svíþjóð og Eystrasaltslöndunum bolaköttur. Þar sem geitur voru fáséðar á Íslandi lengi vel var kattarímyndin líklegri til árangurs.
Hér eru geitur og hafur úr Davíðshúsi. Hafurinn er á ruslaraskáp skáldsins en skeiðin er ansi jólaleg á hana er að öllum líkindum brennt jol 1955. Mögulega er hún norsk, kannski gjöf frá norskum vinum?
There are strange creatures linked to Christmas in Iceland. One of those is the mysterious Christmas-Cat who eats people who don‘t get any new clothes before Christmas. This is not peculiar to Iceland in Norway there is a Christmas-Goat for instance who steals food.
One of the ways to avoid being eaten by the Christmas-Cat was to make shoes or linings for shoes.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30