8. desember -  Litlu jólin

Fiðringurinn fór vaxandi hjá unga fólkinu eftir því sem leið á aðventuna og gerir enn. Í skólum þá eins og nú var gerður dagamunur á aðventunni sem náði hámarki á litlu jólunum. Póstkassinn var opnaður og jólakortum sem búin höfðu verið til dagana á undan dreift til nemenda. Krítartaflan er skemmtilega skreytt af nemendum, taflan sem alla jafna var ósnertanleg nema þegar einhver var kallaður upp að henni. Hámarkinu var svo náð þegar dansað var í kringum jólatréð sem á þessari mynd er reyndar borð með kertum og kirkju, kannski Laufáskirkju og hluta bæjarins. Þetta eru nemendur og kennarar í Barnaskóla Akureyrar, stelpurnar í innri hringjum en strákarnir þeim ytri. Allir uppáklæddir og einbeittir að syngja og fylgjast með ljósmyndaranum.

Christmas celebrations at school.

Before Christmas pupils spend days making ornaments and Christmas cards for each other or presents for their parents. On the last day before everyone went on vacation the whole school danced, and still does, around the Christmas tree in the schools’ assembly. What is unusual in this picture is that the dancing is around a table, decorated with candles and traditional turf farm and a church, perhaps a replica of the one in Laufás.