Langar þig að gera jólaskraut eða persónulega jólagjöf? Líttu við í jólasmiðju með listakonunum Brynhildi og Jónborgu á Minjasafninu á Akureyri og láttu sköpunargleðina flæða. Upplögð samverustund fyrir fjölskylduna. Piparkökur og jólatónlist.

Smiðjan fer fram milli kl. 13 og 15 og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Athugið fullorðnir í fylgd með börnum fá frítt á safnið í desember.

Hvar: Minjasafnið Aðalstræti 58
Hvenær: 3. desember kl. 13-15