Kristín Heimisdóttir & Sigurður J. Jónsson - Jonni, flytja dagskrá í tali og tónum um Kristján frá Djúpalæk í Davíðshúsi.
Kristján frá Djúpalæk einkar snjallt ljóðskáld sem orti fjölda þekktra ljóða og dægurlagatexta, t.d Sjómannavalsinn (Það gefur á bátinn við Grænland). Hann var einnig mikilvirkur þýðandi og á ekki lítinn þátt í vinsældum leikrita Torbjörns Egners á Íslandi sem þýðandi Dýranna í Hálsaskógi og Kardimommubæjarins nú eða Galdrakarlsins í Oz. Kristján samdi einnig ævintýrið og ljóðin um Pílu pínu sem Ragga Gísla og Heiðdís Norðfjörð sömdu undurfögur lög við.
Í þessari dagskrá fá minna þekkt kvæði að njóta sín og öðlast líf í nýjum lögum Kristínar og Jonna. Leitast verður við að fanga tíðarandann sem ríkti við gerð kvæðanna og öll áhersla lögð á notalegheit, samveru og nánd. Á milli laga flytja þau fróðleik um ljóðin og skáldið Kristján frá Djúpalæk.
Dagskráin er framhald vel heppnaðra tónleika sem Kristín og Jonni fluttu á eyðibýlinu Bjarmalandi, í landi Djúpalækjar, í ágúst 2023.
Dagskráin verður flutt tvisvar í Davíðshúsi kl. 14 og 17.
Athugið takmarkað sætaframboð – bókun tryggir miða – minjasafnid@minjasafnid.is
Viðburðurinn er styrktur af uppbyggingarsjóði SSNE.
Hvar: Davíðshús Bjarkarstíg 6
Hvenær: 2. mars kl. 14 og 17.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30