Tónlistarvinirnir Egill og Eik hafa samið og flutt tónlist saman um ára raðir þrátt fyrir ungan aldur. Í lok júlí kemur út fyrsta plata þeirra, Lygasögur, sem er 10 laga plata með frumsömdu efni og textum sem eru allir á íslensku. Á tónleikunum flytja þau frumsamið efni í bland við þekktar dægurflugur.
Tónleikarnir eru hluti sýningarinnar Tónlistarbærinn Akureyri og hefjast kl. 20, sýningar safnsins verða opnar frá kl. 19.
Aðgangur 500 kr - Safnakortið gildir.
Viðburðurinn er styrktur af SSNE
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30