Gerður Kristný er eitt þekktasta ljóðskáld samtímans. Gerður skrifar jöfnum höndum verk fyrir börn og fullorðna og hefur sent frá sér skáldsögur, ljóð og leikrit auk annars efnis. Hún hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur sínar.

 Ljóð og smásögur Gerðar hafa birst í kennslubókum fyrir grunn- og framhaldsskóla, auk þess sem ljóð hennar og smásögur eru í ýmsum safnritum og tímaritum, íslenskum sem erlendum. Þá hafa verk Gerðar  komið út víða um heim.

 Gerður Kristný er margverðlaunuð fyrir verk sín en árið 2010 hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Blóðhófnir sem var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gerður Kristný hlaut verðlaun Jónasar Hallgrímssonar árið 2020.

 

Viðburðurinn er styrktur af uppbyggingarsjóði SSNE og er hluti Listasumars á Akureyri.

Aðgangseyrir aðeins 500 kr.