Ragnheiður Lárusdóttir  hefur á stuttum tíma gefið út tvær ljóðabækur sem hafa vakið verðskuldaða athygli. Hennar fyrsta bók 1900 og eitthvað hlaut bókmenntaverðlaun Tómastar Guðmundssonar árið 2020. Og skúffurnar eru fullar af handritum sem höfundur hefur eekki leyft að líta dagsins ljós fram að þessu. Skúffurnar hafa fyllst í gegnum tíðina því frá því að Ragnheiður lærði að lesa og skrifa hefur ljóðlistin höfðað til hennar þó hún gæfi þau ekki út fyrr en hún var komin yfir fimmtugt. Ljóð Ragnheiðar eru persónuleg og leitar hún mikið í persónulega reynslu sína. Ragnheiður er íslenskufræðingur, söngkennari og með masterspróf í listkennslufræði. Hún er menntaskólakennari að atvinnu og hefur kennt íslensku, tjáningu og menningarlæsi í yfir 20 ár. Auk þess að vera kennari, söngkona og skáld er hún mamma þriggja fullorðinna barna.

Í síðustu ljóðabók sinni Glerflísakliður, sem kom út árið 2021, fjall­aði hún um sorgina á persónulegan hátt. Nú  en næsta ljóðabók hennar fjallar um fjölbreytt hlutverk konunnar. "Þarna er stelpa, ung kona, miðaldra og göm­ul kona, en ég hef verið að pæla mikið í jafn­rétt­is­mál­um." segir Ragnheiður.

Viðburðurinn er styrktur af uppbyggingarsjóði SSNE.

 Aðgangseyrir aðeins 500 kr.