Hvar byrjar Akureyri? Við Berlín? Hvers vegna heita elstu bæjarhlutarnir Fjaran og Innbærinn? Hvað er með öll þessi dönsku heiti á húsunum? Þessum spurningum og ásamt mörgum fleirum verður svarað í gönguferð Minjasafnsins á Akureyri um Innbæinn og Fjöruna á Akureyri fimmtudaginn 28. júlí 14:00.
Húsin og umhverfið í elsta bæjarhluta Akureyrar geymir margar sögur sem Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, miðlar í sögugöngunni. Eftir gönguna er tilvalið að koma við á Minjasafninu á Akureyri og líta við á sýningunni Akureyri - bærinn við Pollinn, Tónlistarbærinn Akureyri nú eða Nonnahúsi.
Gengið verður frá Laxdalshúsi, Hafnarstræti 11, og tekur gangan um eina og hálfa klukkustund. Gangan er létt og hentar öllum.
Ekkert þátttökugjald og allir velkomnir – nema hvað!
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús er opið alla daga kl. 13-16
Iðnaðarsafnið opið alla daga kl. 13-16
Gamli bærinn í Laufási lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30