Hvað er betra en að hlusta á tónlist? Kannski að syngja saman? Nokkur sunnudagskvöld í júlí og ágúst verður boðið upp á söngvöku í notalegu umhverfi Minjasafnskirkjunnar. Hermann Arason flytur nokkur lög og leiðir almennan söng. Frjáls framlög.
Söngvakan hefst kl. 20 í Minjasafnskirkjunni.
Sungið verður sunnudagskvöldin 19. og 26. júlí og 2. og 9. ágúst.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30