Strengjatónar - Allar gáttir opnar

Sólrún og Sunneva eru syngjandi og hljóðfæraleikandi systur af syðri brekkunni. Þær hafa komið fram við ýmis tækifæri síðan þær voru ungar að árum. Á þessum tónleikum munu þær syngja og spila sín uppáhalds lög t.d. eftir Bítlana, Stevie Wonder, Dodie og fleiri.
Davíðshús er heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem þar bjó til dánardags 1964. Davíð fagurkeri á fleira en orðsins list eins og húsakynnin bera með sér, full af bókum, listaverkum og persónulegum munum, blanda af listasafni, minjasafni og heimili. 
Viðburðaröðin Allar gáttir opnar hefur það að markmiði m.a. að gefa ungu listafólki tækifæri til að koma fram. 
Viðburðurinn er hluti Listasumars og er styrktur af Uppbyggingarsjóði Eyþings.
Aðgangur ókeypis