Þekkir þú ... er ljósmyndasýning þar sem þú getur lagt þitt af mörkum. Þekkir þú staðinn, atburðinn, fólkið, húsið eða bílinn?
Býrð þú yfir sögu sem tengist myndefninu?
Minjasafnið á Akureyri býr yfir rúmlega 3.000.000 mynda. Mörgum þeirra fylgja takmarkaðar, jafnvel engar upplýsingar, eða okkur skortir þekkingu á myndefninu. Kannski býrð þú yfir henni og getur lagt okkur lið? Minjasafnið stendur árlega fyrir sýningu sem þessari og er hægt að sjá eldri sýningar á vef safnsins. Á þessari sýningu eru myndirnar m.a. úr safni KEA, einnig eftir áhugaljósmyndarann Hartman Eymundsson og ýmsa aðra.
Sýningin stendur frá 13. febrúar til 28. mars.
Sumar: 1. júní - 31. ágúst - Daglega kl. 10-17
Vetur: 1. september - 31. maí - Daglega kl. 13-16
Lokað/Closed 24-26, 31. desember og 1. janúar.