Falleg íslensk lög munu hljóma á hlaðinu í Laufási þar sem Jónína Björt mun syngja við undirleik Jaan Alavere. Dansfélagið Vefarinn dansar þjóðdansana við tónlistina og sögur verða sagðar um þjóðbúninga, lögin, höfunda og svo margt fleira.