Áhersla sýningarinnar er á útskorna og málaða gripi úr tré. Hver og einn gripur er einstakur, og bera þeir íslensku hugviti fyrr á tímum gott vitni. Elstu gripirnir eru frá miðbiki 18. aldar, en flestir eru frá 19. öld. ´Nokkrir gripanna eru eignaðir mönnum eins og Bólu-Hjálmari, Gunnlaugi Briem og Hallgrími Jónssyni frá Naustum. Auk þess má berja merkilega röð ljósmynda úr Drangey í Skagafirði augum. Myndirnar eru teknar í verstöð á Drangeyjarvertíð, þegar veiðar á svartfugli standa sem hæst.
Á heimasíðu Minjasafnsins má finna myndir af 10 úrvalsgripum, sem eru á sýningunni, ásamt umfjöllun um þá. Slóðin er www.akmus.is
- á meðfylgjandi mynd má sjá kistil sem sagt er að Gunnlaugur Briem sýslumaður á Grund hafi smíðað og skorið út.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30