Nú líður að árlegri jólasýningu safnsins þar sem fjallað er um jólasiði og jólasveina. Í ár er þemað jólaföt. Átt þú jólaföt eða myndir til að lána á sýninguna?
Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar verður ókeypis inn á Minjasafnið, Nonnahús, Leikfangasafnið og Davíðshús.
Á Minjasafninu verður boðið upp á sýningarspjall á sýningunni Tónlistarbærinn Akureyri. Haraldur Þór, safnstjóri og Skapti Hallgrímsson, blaðamaður, spjalla um sýninguna milli 12 og 15.
Í Nonnahúsi og Leikfangahúsinu er opið fyrir 6 gesti í einu.
Í Davíðshúsi verða leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 en aðeins fyrir fjóra í einu! Hægt að taka frá pláss í gegnum facebook síðu Davíðshúss.
Spritt í boði hússins!
Hvernig var þín skólataska? Áttir þú útkrotaða skolatösku eða kannski Turtles eða Lego tösku? Þær eru ekki alveg nýjar skólatöskurnar sem kaupmaðurinn hefur sett upp á sýningunni Akureyri bærinn við Pollinn.Sýningin verður opin næstu tvær helgar. Opið daglega 10-17