Nú hver hver að verða síðastur að komast á fimmtudags viðburði í Davíðshúsi. Fimmtudaginn 20. ágúst verður viðfangsefnið Ítalíuför Davíðs og skemmtilegra ferðafélaga eins og Ríkharðs Jónssonar. Ferðalagið fyllti hann af ljóðum sem urðu landskunn og öðrum minna þekktum. Verið hjartanlega velkomin 1200 kr aðgangur að safninu og skemmtidagskrá í kaupbæti.Munið dagsmiða, kr. 2000, á söfnin 5 og árskortið, kr. 3000,  sem gildir frá útgáfudegi.

Fimmtudagur  20. ágúst kl. 15 í Davíðshúsi

"Ég sá hana, ég sá hana"

- meira um Ítalíuför Davíðs

Yfirskrift spjallsins þennan fimmtudag er úr ljóðinu Tvær erlendar götumyndir sem birtist 1924 í þriðju ljóðabók Davíðs, Kveðjur.  Hann hafði birt mörg ítölsk ljóð í Kvæðum 1922, eins og Caprí, Tínu Rondóní, Konuna með sjalið, Maríubæn og fleiri en áfram var hann með hugann á suðrænum slóðum og færir okkur meistaraverk eins og Messalínu, Lapí og áðurnefnt götumyndakvæði, þar sem önnur "myndin" er af betlara og hin síðari af portkonu.

 

"Ég sá hana, ég sá hana,

ég sá menn benda á hana

og þrá hana." 

 

Í byrjun sumars fjölluðum við um Ítalíuferðina og ljóðin sem spruttu fram í ferðinni og í kjölfar hennar.  En þar er af miklu að taka og nú ætlum við að halda áfram og rýna í nokkur þeirra ljóða sem ekki komust að þá. 

Við stöldrum við í Róm, í Feneyjum, Flórens og Assísí og skoðum söguna, samfélagið, manneskjuna og menninguna, en ekki síst skáldið, út frá ljóðunum.

Verið velkomin!

 

Umsjón með dagskránni hefur Valgerður H. Bjarnadóttir,  húsfreyja í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6. 

Húsið er opið frá kl. 13 til 17 og tilvalið að nýta tækifærið til að skoða heimili Davíðs og drekka í sig fegurðina sem þar býr. 

Myndin er frá 1916, eftir Rochegrosse Georges Antoine og sýnir dauða Messalínu.

 

Næstu viðburðir:

v  Fimmtudagur 27. ágúst - lokaþáttur dagskrárinnar þetta sumarið

"Ég nefni nafnið þitt" - ástarljóðin

 

v  Akureyrarvaka, laugardagur 29. ágúst

Móðirin í ljóðum Davíðs


Aðgangseyrir kr. 1.200.-    Sjá nánar á 
www.minjasafnid.is 

 

Viðburðir í Davíðshúsi 2015 eru hluti af Listasumri á Akureyri www.listasumar.is