Í tengslum við sýninguna gefst gestum tækifæri til þess að ganga með leiðsögn um huldufólksslóð á Akureyri þann 9. Júní kl 20. Í lok ágúst verður sögusigling um Pollinn í samstarfi við Húna II þar sem álfabyggðir, álfar og huldufólk leika stærsta hlutverkið. Nánari upplýsingar má nálgast á www.minjasafnid.is.
Vert er að vekja athygli á að í tengslum við undirbúning sýningarinnar óskaði safnið eftir álfasögum og gripum úr héraði sem og af öllu landinu. Það bar góðan ávöxt en starfsfólk safnsins vill ítreka að tekið verður áfram við sögum og gripum á meðan sýningin stendur yfir.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús, Iðnaðarsafnið, Leikfangahúsið og Laufás
Davíðshús opið þriðjudaga-laugardaga 13-17
Smámunasafnið opið 18. júní til 17. ágúst miðvikudag-sunnudags frá 13-17 .
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30