Hrafnagil í Eyjafirði. Fram til ársins 1862 áttu íbúar Akureyrar kirkjusókn að Hrafnagili, en það ár var fyrsta kirkja Akureyrar byggð og tekin í notkun 1863. Nokkrir þeirra muna sem þá voru fluttir úr kirkjunni á Hrafnagili eru nú varðveittir í Minjasafninu á Akureyri, m.a. skápur frá 1672 og messuhökull frá 1682. Á Hrafnagili bjó í mörg ár séra Jónas Jónasson, sem var prestur í Grundarþingum á árunum 1884-1910 og prófastur í Eyjafirði árin 1897-1905. Hann var þjóðkunnur fræðimaður og rithöfundur, skrifaði og þýddi fjölda bóka. Kunnasta rit hans er Íslenskir þjóðhættir. Hann ritstýrði tímaritinu Nýjar kvöldvökur 1907-1916 og gaf það út.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30