Hrafnagil í Eyjafirði. Fram til ársins 1862 áttu íbúar Akureyrar kirkjusókn að Hrafnagili, en það ár var fyrsta kirkja Akureyrar byggð og tekin í notkun 1863. Nokkrir þeirra muna sem þá voru fluttir úr kirkjunni á Hrafnagili eru nú varðveittir í Minjasafninu á Akureyri, m.a. skápur frá 1672 og messuhökull frá 1682. Á Hrafnagili bjó í mörg ár séra Jónas Jónasson, sem var prestur í Grundarþingum á árunum 1884-1910 og prófastur í Eyjafirði árin 1897-1905. Hann var þjóðkunnur fræðimaður og rithöfundur, skrifaði og þýddi fjölda bóka. Kunnasta rit hans er Íslenskir þjóðhættir. Hann ritstýrði tímaritinu Nýjar kvöldvökur 1907-1916 og gaf það út.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 11-17
Laufás opið daglega 11-17 til 15. september
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-17
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirframbókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30