Svöngu ruslaverurnar eru prjónaðir skúlptúrar eftir myndlistakonuna Jonnu, Jónborgu Sigurðardóttur. Verurnar verða til í höndunum á hinni hugmyndaríku Jonnu sem endurnýtir allskonar ullarefni og lopa. Efniviðurinn er þæfður og þéttist við það og endist vel í íslenskri veðráttu.
Þetta er fimmta àrið sem Svöngu ruslaverurnar birtast á ruslatunnum Akureyrar, þær gleðja og taka við rusli því þær eru sí svangar. Þú getur fundið fleiri á leiðinni um elsta bæjarhluta Akureyrar, frá Eyju í Hafnarstræti að Minjasafninu á Akureyri við Aðalstræti 58 þar sem sjóskrímsli af fornum kortum taka við. Starfsfólkið er samt vinalegt!
Myndverkin gerði Jonna Jónborg Sigurðardóttir myndlistarkona.
Taktu mynd og merktu verurnar #akmus #akmonsters
The hungry Trash Monsters are knitted sculptures created by visual artist Jonna – Jónborg Sigurðardóttir. These creatures spring from Jonna’s imaginative hands, crafted from all sorts of reused wool and yarn. The material is felted, making it dense and durable – perfect for Icelandic weather.
This is the fifth year the hungry Trash Monsters appear on trash bins around Akureyri, always cheerful and always hungry for garbage. You can find more of them along the path to the oldest part of Akureyri from Hafnarstræti to Akureyri Museum in Aðalstræti, where ancient sea monsters from old maps await. The staff are friendly!
Jonna Jónborg Sigurðardóttir, visual artist
#akmus #akmonsters