Um áraraðir hefur sumri verið fagnað á Minjasafninu á Akureyri og tengdum söfnum. Þar sem enn ríkir samgöngubann verða söfnin lokuð í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta. Það er rótgróin hefð á Íslandi að gefa gjöf á sumardaginn fyrsta. Starfsfólk og stjórn Minjasafnsins færa ykkur tvær sýningar á vef safninss, annars vegar Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar, Akureyri 1895-1930 og hins vegar Akureyri í 150 ár.
Sjáumst á safninu í sumar þegar samkomubann fellur úr gildi með þeim takmörkunum sem á eftir fylgja.
með sumarkveðju,
Starfsfólk og stjórn Minjasafnsins á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan, Nonnahús og Laufás opið 11-17 í september
Iðnaðarsafnið opið 13-17 í september
Davíðshús lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir skólahópa og fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30