Um áraraðir hefur sumri verið fagnað á Minjasafninu á Akureyri og tengdum söfnum. Þar sem enn ríkir samgöngubann verða söfnin lokuð í fyrsta sinn á sumardaginn fyrsta. Það er rótgróin hefð á Íslandi að gefa gjöf á sumardaginn fyrsta. Starfsfólk og stjórn Minjasafnsins færa ykkur tvær sýningar á vef safninss, annars vegar Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar, Akureyri 1895-1930 og hins vegar Akureyri í 150 ár.
Sjáumst á safninu í sumar þegar samkomubann fellur úr gildi með þeim takmörkunum sem á eftir fylgja.
með sumarkveðju,

Starfsfólk og stjórn Minjasafnsins á Akureyri.

Ljósmyndir Hallgríms Einarssonar

Akureyri í 150 ár