Minjasafnið á Akureyri
  • Hafa samband
  • ENGLISH
  • Minjasafnið
    • Starfsfólk
    • Opnunartími
    • Hafa samband
    • Sýningar
    • Fræðsla
      • Safnfræðsla fyrir skólastig
      • Safnfræðsla fyrir leikskóla
    • Bóka heimsókn
    • Myndir
    • Starfsemi
    • Kirkjuhvoll - sýningarsalir
    • Minjasafnskirkjan
    • Minjasafnsgarðurinn
    • Gjaldskrá
    • Gjaldskrá ljósmyndir
    • Stoðvinir
    • Stjórn Minjasafnsins
  • Laufás
  • Viðburðir
  • Fréttir
  • Opnunartímar
Forsíða / Minjasafnið / Myndir / Akureyri í 150 ár 1862-2012

Akureyri í 150 ár 1862-2012

  • 105 stk.
  • 21.04.2020
Ljósmyndir frá hverju ári frá því Akureyri fékk kaupstaðarréttindi 1862 til ársins 2012.
103. Brynja Agnarsdóttir með tvíburana sína á góðviðrisdegi á Ráðhústorgi árið 1988. Takið eftir Mixdósinni en innihald hennar á rætur sínar að rekja til gosdrykkjaframleiðslu Flóru um 1960 sem staðsett var í Kaupvangsstræti. Þar réði Björgvin Júníusson , Baddi Júnn, ríkjum og sagan segir að hann hafi þróað Mixdrykkinn á gestum í afmælum barna sinna. Þegar allir gestirnir voru orðnir sammála um að drykkurinn væri góður var Mixið sett á markað og selt í Kaupfélaginu og hjá Oddi í Höfn. Ljósmynd Tómas L Vilbergsson.
101. Hjólbarðaþjónusta Tómasar Eyþórssonar í Hvannavöllum 14. nóvember 1989. Þangað var gott að fara og betla stórar vörubílaslöngur til að leika sér með á snjó og á landi. Ljósmyndari Kristján Logason.
102. Horft upp kirkjutröppurnar árið 1942, þó vantar neðstahluta þeirra. Hesthús gistihússins Carolinu Rest stóð í vegi fyrir því að hægt væri að klára þær og var rifið skömmu eftir að þessi ljósmynd var tekin. Ljósmynd Jón Sigmundsson.
100. Bryggjusmiðir róa pramma við smíði norður hluta Torfunesbryggju, í miðbæ Akureyrar, árið 1927. Ljósmynd Egill Jónasson.
99. Verkamenn í vinnu hjá Akureyrarbæ að leggja stéttina fyrir framan “Konna-Hjólhesta“, þar sem nú er ljósmyndastofa Páls Pálssonar. Ljósmynd Erlingur Davíðsson
98. Kaupvangstræti árið 1936. Tilefnið er 50 ára afmæli KEA og er stórhýsi KEA frá 1930 er skreytt í tilefni dagsins. Leigubílaröðin bíður eftir því að ferja gesti í afmælissamsæti KEA sem haldið var á Hrafnagili. Ljósmynd Vigfús Sigurgeirsson.
97. Hestvagnar við Mjólkursamlag KEA í Kaupangsgili árið 1939, nú Listagil. Mjólkursamlagið sá um heimsendingu mjólkur á flöskum til bæjarbúa frá upphafi. Vagnarnir fluttu mjólkurflöskur í heimahús. Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.
96. Herflokkur hins konunglega breska landhers á hersýningu á stríðsárunum í miðbæ Akureyrar. Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.
95. Vatnið úr Glerá var margnýtt. Það knúði vélarnar í verksmiðjunni, hægra megin við hana er myllan sem einnig nýtti vatnskraftinn sem að lokum var notaður til að skola saltfiskinn. Saltgiskunarstöðin á myndinni var ein þriggja á Oddeyri. Hægra megin á myndinni sjást býlin í Glerárhverfi.
93. Ráðhústorg um 1967 með blaðavagninum hans Pálma. Útibú Búnaðarbankans stendur á horni Geislagötu og Strandgötu sem síðar var flutt út rétt út fyrir bæjarmörkin. Ljósmynd Sverrir Pálsson.
94. Spekingslegir strákpjakkar á gúmmiskóm að skoða krossfisk í fjörunni. Ljósmynd Erlingur Davíðsson.
92. Vegurinn upp í Skíðahótel var ekki alltaf auðfarinn, ekki síst á vorin þegar frost fór úr jörðu. Um 1960. Ljósmynd Gunnlaugur P. Kristinsson.
91. Vetrarsíldinni landað hjá Niðursuðuverksmiðju K.Jónsson & Co, árið 1957. Þegar síldin var veidd á pollinum varð það til vandræða í vinnsluvélum niðursuðunnar að síldin átti það til að sprikla , sökum þess að hún var svo nýveidd. Ljósmynd Gísli Ólafsson.
90. Hér er verið að sjósetja nýbyggt skip Hilmir SU-171 úr Slippstöðvarhúsinu í janúar 1980. Í hvert skipti sem skipi var hleypt af stokkunum þótti það stór viðburður í bæjarlífinu.  Ljósmynd Sverrir Pálsson.
89. Jón Þorsteinsson kennari þróaði ákveðna kennsluaðferð við lestrarkennslu sem hann nefndi hljóðlestrarkennslu. Hér er hann að beita henni á nemendur í Barnaskóla Akureyrar. Ljósmynd Gísli Ólafsson.
88. Í Samkomuhúsinu hélt Íþróttafélagið Þór upp á 25 ára afmæli sitt. Myndin vinstra megin yfir sviðinu af engli er nú varðveitt á Minjasafninu á Akureyri. Hún er máluð af Freymóði Jóhannssyni. Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.
87. Tannlæknastofa í kjallara Barnaskóla Akureyrar. Kurt Sonnenfeldt gerir að tönnum skóladrengs um 1950. Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.
86. Réttað á Glerárrétt. Veturinn 1928-1929 áttu 112 bæjarbúar 1225 kindur en árið 1940 var fjárstofninn kominn í 1824 kindur og árið 1962 áttu bæjarbúar um 6000 fjár með lömbum meðtöldum og fjáreigendurnir voru 150. Skepnuhaldið var mörgum heimilum nauðsynleg björg í bú og framan af tóku bæjaryfirvöld mildilega á þeim skjátum sem gengu lausar í bænum en þegar kom fram undir 1960 var að mati bæjaryfirvalda orðið nauðsynlegt að stemma stigu við ágangi sauðfjár í kaupstaðnum. Bærinn var að stækka og þurfti beitarlandið undir ný hús og nýjar götur. Ljósmynd Gunnlaugur P. Kristinsson.
85. Drottningabraut verður til um 1970 fyrir framan Laxdalshús. Ljósmynd Haraldur Sigurgeirsson.
84. Drottningarbraut í byggingu um 1980. Hitaveita Akureyrar var til húsa í gamla prentsmiðjuhúsi POB. Ljósmynd úr safni Dags. 85. Drottningabraut verður til um 1970 fyrir framan Laxdalshús. Ljósmynd Haraldur Sigurgeirsson.
83. Vinnuflokkur bæjarstarfsmanna við malbiksviðgerðir á Strandgötu um 1950. Þegar fyrstu götur voru lagðar malbiki var það lagt út með hrífum. Bikið var því ójafnt og misheitt þannig að frostskemmdir voru algengar, jafnvel á nýju malbiki. Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.
82. Hafnarstrætishúsin um 1950. Myndin er tekin af svölunum á Hafnarstræti 41. Í stórstraumsflóði og stífri austanátt gekk sjórinn yfir götuna og flæddi inn í kjallara húsanna. Ljósa húsið sem snýr langhlið fram er flugskýli Flugfélags Akureyrar sem var byggt árið 1937-38. Svæðið í dag er mikið breytt vegna seinna tíma landfyllinga. Ljósmynd Kristján Hallgrímsson.
81. Fjör í Sundlaug Akureyrar um 1950. Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.
80. Eftir brunann 15. desember 1912 á hinni upprunalegu Akureyri. Þá brunnu 12 hús sem stóðu mjög þétt. Ljósmynd Hallgrímur Einarsson.
79. Skautaíþróttin hefur löngum verið vinsæl á Akureyri. Lengi vel var hægt að skauta á spegilsléttum Pollinum en nú er það liðin tíð. Þrjár tegundir skautaíþrótta voru vinsælastar, listdans, hraðhlaup og íshokký. Hér takast á lið Skautafélags Akureyrar við andstæðinga að sunnan á svelli við Krókeyri 30. janúar 1967. Ljósmynd Sverrir Pálsson.
78. Kaupvangsstræti eða Grófargil sem oft var nefnt Kaupfélagsgilið á þessum tíma þar sem í gilinu voru helstu framleiðslufyrirtæki KEA staðsett í þessum tíma. Mjólkurbílarnir eru í röð meðfram gangstéttinni meðan bílstjórarnir raða í þá kössum og pinklum til að keyra út í sveitunum. Ljósmynd Erlingur Davíðsson.
77. Í forgrunni er flugplanið við Strandgötu 35 um 1950.Nær miðbænum er smábátahöfn bæjarins þar sem menningarhúsið Hof stendur nú.  Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.
76. Karlakórasambandið í kvöldsólinni 1948. Ljósmynd Eðvarð Sigurgeirsson.
75. “Í nafni hans hátignar Kristjáns X...” kallaði Steingrímur Jónsson, sýslumaður og bæjarfógeti, hátt og snjallt í þrígang er hann reyndi að fá verkafólkið til að yfirgefa Torfunefsbryggju árið 1933. Ljósmynd Vigfús Sigurgeirsson.
74. Torfunef í miðbæ Akureyrar um 1905. Þegar hér er komið við sögu hafði danskur timburmeistari O.W. Olsen hafist handa við að byggja nýja hafskipabryggju á Torfunefi . Bryggjan reyndist mikil hrákasmíði því daginn eftir að hún tekin í notkun hrundi hún og hluti af uppfyllingunni hennar með. Óárennilegur Eyrarlandshöfðinn sést til hægri. Efnið úr honum var notað í uppfyllngu við höfnina til ársins 1907. Ljósmynd Magnús Ólafsson.
Fyrri 1 2 3 4 Næsta
  • Starfsfólk
  • Opnunartími
  • Hafa samband
  • Sýningar
  • Fræðsla
    • Safnfræðsla fyrir skólastig
    • Safnfræðsla fyrir leikskóla
  • Bóka heimsókn
  • Myndir
  • Starfsemi
  • Kirkjuhvoll - sýningarsalir
  • Minjasafnskirkjan
  • Minjasafnsgarðurinn
  • Gjaldskrá
  • Gjaldskrá ljósmyndir
  • Stoðvinir
  • Stjórn Minjasafnsins
  • Aðalstræti 58
  • 600 Akureyri
  • Sími 462 4162
  • minjasafnid@minjasafnid.is

Opnunartími

Minjasafnið á Akureyri & Nonnahús: Sumar: 1. júní - 30. september - Daglega kl. 11-17 / Vetur:  1. október - 31. maí - Daglega kl. 13-16

Leikfangahúsið: Sumar: 1. júní - 1. september - Daglega kl. 11-17   

Laufás: Sumar: 1. júní - 30. ágúst - Daglega kl. 11-17 / Vetur:  1. september - 1. október  - Daglega kl. 13-17 

Lokað/Closed 24-26, 31.  desember, 1 . janúar og páskadag.

Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30.