Ævisaga Nonna tilnefnd til bókmenntaverðlauna!

Það eru einkar ánægjuleg tíðindi að ævisagan um Nonna eftir Gunnar F. Guðmundsson hafi verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Eftirtaldar bækur fengu einnig tilnefninu í þessum flokki: Örlagaborgin, brotabrot úr afrekssögu frjálshyggjunnar, fyrri hluti, eftir Einar Má Jónsson, Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga eftir Gunnar Þór Bjarnason, Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu eftir Jón Ólafsson og Sagan af klaustrinu Skriðu eftir Steinunni Kristjánsdóttur. nánar má sjá um tilnefningu á http://www.ruv.is/frett/tilnefningar-til-islensku-bokmennta-verdlaunanna
Lesa meira

JÓLAANNIR í Gamla bænum Laufási

Aðventudagur í Gamla bænum Laufási er orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra Eyfirðinga og gesta þeirra en hann verður haldinn sunnudaginn 2. desember kl 13:30-16. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla sveitasamfélaginu.  Undirbúningur jólanna hefst með jólastund fyrir alla fjölskylduna í Laufáskirkju kl 13:30 í umsjón sr. Bolla Péturs Bollasonar. Barnakórar syngja jólalög undir stjórn Sigríðar Huldu Arnardóttur og Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Eva Margrét og Þóra Björk leika ljúfa tóna á harmonikku og fiðlu. Gamli bærinn Laufás iðar af lífi þennan dag. Það logar kátt á hlóðum og kraumar vel í feitinni á meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Stórir og smáir keppast við að vinna sína vinnu, tólgarkerti verða steypt og börn á öllum aldri geta gert jólaskraut eins og tíðkaðist áður fyrr og gripið verður í spil. Ilmur af nýreyktu hangikjöti læðist um híbýlin, jólasaga verður sögð í baðstofunni og kvæðasöngur með jólalegum blæ mun óma um alla sveit. Þetta mun án efa vekja athygli jólasveinanna sem eru á leið til byggða. Þeir munu leika við hvern sinn fingur gestum og gangandi til skemmtunar.
Lesa meira

Lesa meira

Fjölmargar umsóknir um stöðu safnkennara!

Einkar ánægiulegt er hversu margir sóttu um starf safnkennara Minjasafnsins á Akureyri. Það voru 30 umsóknir sem bárust. 
Lesa meira

Fjöldamargir tryggðu sér mynd EN sýningin framlengd vegna fjölda áskorana!

Það voru hátt í 100 manns sem komu um helgina til að skoða sýninguna og margir gengu út með djásn í formi gamallar myndar í ramma. Myndirnar hafa margar hverjar þegar eignast heimili aðrar munu gera það á aðfangadag. Við þökkum þeim fjöldamörgu sem komu um helgina fyrir komuna og áhugann. Vegna fjölda áskorana munum við framlengja sýninguna framyfir aðventu. Myndirnar í römmunum eru til sölu.  Safnið er opið fimmtudaga - sunnudags kl 14-16.
Lesa meira

Ævisaga NONNA komin út!

Bókaútgáfan Opna hefur gefið út bókina Pater Jón Sveinsson – NONNI, eftir Gunnar F. Guð­mundsson. Jón Sveinsson lifði og hrærðist i bókum sínum, Nonnabókunum. En honum fannst hann jafnframt þurfa að fylgja sögum sínum eftir með því að ferðast um heiminn, hitta fólk og komast í lifandi samband við það. Þannig fékk einnig eirðarleysi hans „postullegan“ tilgang. Hann var heimsmaður án föðurlands, talaði mörg tungumál en sjaldnast sitt eigið móðurmál, rótslitinn einstæðingur með kjölfestu í voninni, alla sína ævi á leiðinni heim. Þannig kemst Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur að orði undir lok bókar sinnar um Jón Sveinsson sem árið 1870 yfirgaf föðurland og heimili og sneri einungis til baka sem gestur. Ævi þessa manns var einstök – andstæðurnar í lífi hans með ólíkindum. Bókin verður frá og með mánudeginum 26. nóvember til sölu í safnbúð Minjasafnsins á Akureyri ! Bókin er 526 bls. og búin mörgum ljósmyndum
Lesa meira

Viltu eignast ljósmynd? Nú er tækifærið!

 Viltu eignast fallega ljósmynd eða gefa öðruvísi gjöf?Ef svo er þá skaltu ekki láta ljósmyndasölu Minjasafnsins á Akureyri helgina  24. og 25. nóvember kl 14-16 fram hjá þér fara! Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Minjasafnsins er heil ljósmyndasýning til sölu. Hér er um að ræða ljósmyndasýninguna MANSTU – Akureyri í myndum sem sett var upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Sýninguna prýða ljósmyndir frá ýmsum tímum eftir ólíka ljósmyndara.
Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Afmælisdagur Nonna

í dag er afmælisdagur barnabókahöfundarins og að margra mati fyrstasendiherra Íslands á erlendri grundu Jóns Sveinssonar sem betur er þekktur sem Nonni. Í tilefni dagsins tekur Nonnahús þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum Barnabókaseturs Íslands í dag og á morgun þar sem lestur barnabóka kemur mjög við sögu. Málþingið fjallar um  - YNDISLESTUR og aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri. Á morgun, laugardag kl 13-16, gefst fjölskyldum kostur á því að koma í Hof hlusta á barnabókahöfunda lesa uppúr nýútgefnum bókum sínum í skemmtilegri kaffihúsastemningu. Eymundsson mun vera með n.k. bókamessu þar sem nýjustu íslensku barnabækurnar verða kynntar. Gaman er svo að segja frá því að á allra næstu dögum verður gefin út ævisaga Nonna en rithöfundur hennar er Gunnar Gunnarsson.
Lesa meira