Sumardagurinn fyrsti

Mikil tilhlökkun ríkir á Minjasafninu því sumardagurinn fyrsti rennur brátt upp. Þá verður mikið um að vera og eins og venjan er leggjum við ríka áherslu á að börn á öllum aldri geti átt skemmtilega stund þennan fyrsta dag sumars. Tónlist mun óma um safnið og Leikfélag Menntaskólans á Akureyri tekur brot úr söngleiknum Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Örsýning á  furðurhlutum veldur án efa miklum heilabrotum hjá ungum sem öldnum.  Sápukúlur, sippubönd og húlahringir verða á sínum stað. Fólk getur því hoppað sér til hita eða yljað sér inni við fallega tóna, tal, kakó og lummum í boði STOÐvina Minjasafnsins. Ekki missa af skemmtilegum degi á safninu.   
Lesa meira

Góð aðsókn í safnið um páskana

Fjöldi gesta lagði leið sína á safnið um páskana. Ljósmyndasýningin Manstu - vetrarbærinn Akureyri fékk fólk á öllum aldri til að rifja upp gömlu góðu dagana þegar allt var á kafi í snjó, hestar drógu mjólkursleða og börn og fullorðnir skautuðu á Pollinum. Á páskadag var fermingarmessa í kirkjunni. Hún var vel sótt eins og venjan er á slíkum tímamótum. Við þökkum góðum gestum fyrir komuna!
Lesa meira

Hörður með hádegisfyrirlestur um votplötutækni í Þjóðminjasafninu

Í dag, þriðjudaginn 2. apríl, heldur Hörður Geirsson safnvörður ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri   hádegisfyrirlestur í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík.  Hann fjallar um ljósmyndaaðferð sem var ríkjandi frá 1851-1880 eða hina svokölluðu votplötutækni (Wetplate eða Collodion) sem nú hefur náð miklum vinsældum víða um heim. Fyrirlesturinn hefst kl. 12 og er öllum opinn.Úrval mynda Harðar er nú sýnt á Vegg við Myndasal Þjóðminjasafnsins. Myndirnar sýna að nýjar byggingar og nútíma fólk fær gamaldags yfirbragð með þessari tækni. Til að undirstrika það eru margar myndanna sviðsettar við gömul hús
Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Kynnstu Akureyri í gamla daga og upphafi byggðar í Eyjafirði

Kíktu á safnið um helgina hér er opið og notalegt. Það er alveg sérstök stemning að ganga um sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn.  Þar er hægt að kynnast hvernig Akureyri byggðist upp, hvað var hér að finna og síðast en ekki síst hvernig mannlífið var. Forveri verslunarstaðarins Akureyri er Gásir. Á sýningunni Eyjafjörður frá öndverðu geta gestir kíkt á vörur sem gengu manna á milli á miðöldum, séð bátakuml frá Dalvík og virt fyrir sér týpískan vinnustað kvenna langt fram eftir öldum nefnilega vefstaðinn. KOmdu í heimsókn!
Lesa meira

Fyrsti áfangi að 200 ára afmæli Akureyrar 2062?

Vaskir nemendur í 6. bekk Síðuskóla afhentu Haraldi Þór Egilssyni, safnstjóra Minjasafnsins á Akureyri tvö veggteppi sem þau unnu árið 2012 í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarbæjar.
Lesa meira

Öskudagslið eru hjartanlega velkomin á safnið á öskudaginn

Lesa meira

Velheppnaður miðaldadagur á Minjasafninu

Það var öðruvísu um að litast á Minjasafninu á laugardaginn hér voru Gásverjar í heimsókn sem gerðu sig heimkomna í kringum miðaldabryggjuna í sýningunni Eyjafjörður frá öndverðu. Fjöldamargir gestir komu í heimsókn til að kynnast miðöldum með lifandi hætti. Takk fyrir komuna!
Lesa meira

Pater Jón Sveinsson - Nonni hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin!

Það er einkar ánægjulegt að bók Gunnars F. Guðmundssonar sagnfræðings Pater Jón Sveinsson - Nonni skuli hafa hlotið íslensku bókmentaverðlaunin 2012. Verðlaunin voru afhend í dag við virðulega athöfn á Bessastöðum í dag. Nonnavinir fagna með Gunnari sem sagði þetta við blaðamann Morgunblaðsins í dag "Ég lít á þetta sem umbun sem ég met mikils, eftir langt og að sumu leyti erfitt verk, og er um leið þakklátur þeim sem hafa stutt mig á þessu langa vinnuferli". Innilega til hamingju Gunnar með verðlaunin þú átt þau svo sannarlega skilið.
Lesa meira