08.10.2012
Starfsdagur að hausti í Gamla bænum Laufási verður á laugardaginn 13. október kl 13:30 - 16. Þá verða félagsmenn þjóðháttafélagsins Handraðans að störfum í bænum og vinna venjubundin hauststörf að gömlum og góðum sið. Þarna er verið að viðhalda þekkingu sem óðum er að hverfa. Það er því um að gera að nýta tækifæri og fá sér bíltúr út í sveit og upplifa hauststemninguna eins og var í gamla sveitasamfélaginu.Tilvalið fyrir feður, afa, bræður og frændur að skella sér í Laufás á meðan dekrað er við dömurnar á Akureyri. Aðgangseyrir 500 kr
Lesa meira
05.10.2012
Minjasafnið er opið í dag, föstudag, og um helgina frá kl 14-16. Tilvalið þegar gengið er um Innbæinn í góða veðrinu að kíkja inná sýningar safnsins: ljósmyndasýninguna Manstu ...Akureyri í 150ár og grunnsýningarnar Akureyri - bærinn við pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu.Hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira
03.10.2012
Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnins á Akureyri, mun sýna gamlar myndir úr myndasafni safnsins og segja frá þeim. Hann mun meðal annars segja frá myndum ljósmyndarans Jóns Júlíusar Árnasonar. En hann bjó á Laugarlandi. Fyrirlesturinn er fimmtudagskvöldið 4. október kl 20:30 í Leikhúsinu á Möðruvöllum. Allir hjartanlega velkomnir.Hægt er að fá sér kaffisopa í lokin og ræða við Hörð áður en haldið verður heim á leið.
Lesa meira
06.09.2012
Ákveðið hefur verið að auka opnunartíma Minjasafnsins yfir vetrartímann. Frá og með 16. september fram til 31. maí verður opið á fimmtu-, föstu-, laugar-og sunnudögum kl 14-16. Þetta er gert til að koma til móts við síaukinn straum ferðamanna á lágönn til Akureyrar og til að gera enn fleirum gestum, innlendum sem erlendum, fært að koma og sjá sýningar safnsins á 50 ára afmæli þess og 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.Þess má geta að fram til 15. september er safnið opið daglega kl 10-17!
Lesa meira
05.09.2012
Mikil aðsókn er í afmælissýningu safnsins Manstu ... Akureyri í myndum. Mikið er spjallað og rýnt í myndir og rifjaðar upp margar góðar minningar um hvernig var umhorfs á Akureyri. Safnið er opið alla daga frá kl 10-17 fram til 15. september það er því um að gera að nýta tækifærið og kíkja í heimsókn.
Lesa meira
01.09.2012
Á laugardagsmorgun var afmælisgjöf Norðurorku til Akureyrarbúa "opnuð" þegar söguskilti á gömlu Akureyri voru afhjúpuð með viðhöfn. Minjasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa og framkvæmdadeild Akureyrar unnu að undirbúningi, hönnun og framkvæmd þessa fróðlega og skemmtilega verks í góðri samvinnu við Teikn á lofti og Jón Hjaltason auk Afmælisnefndar Akureyrarbæjar.
Lesa meira
29.08.2012
Akureyri er 150 ára í dag. Minjasafnið á Akureyri, sem var afmælisgjöf til Akureyringa á aldarafmæli bæjarins, óskar afmælisbarninu til hamingju með daginn. Gestir safnsins fá að njóta góðs af AFMÆLINU því aðgangseyrir inn á safnið í dag eru einungis 150 kr. Til hamingju með afmælið Akureyri og allir Akureyringar. Á afmælisssýningu safnsins Manstu - Akureyri í myndum er hægt að sjá á myndum þær breytingar sem orðið hafa á afmælisbarninu Akureyri frá 1862 auk þess sem myndasyrpa frá Kvikmyndasafni Íslands sýnir svart á hvítu hvernig umhorfs var á Akureyri 1907-1970. Komdu og kynnstu AKUREYRI á annan hátt en þú ert vanur/vön. Hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira
27.08.2012
Í afmælisgöngunni fimmtudaginn 30. ágúst verður gengið um slóðir Akureyrarskáldanna.
Lesa meira