06.09.2012
Ákveðið hefur verið að auka opnunartíma Minjasafnsins yfir vetrartímann. Frá og með 16. september fram til 31. maí verður opið á fimmtu-, föstu-, laugar-og sunnudögum kl 14-16. Þetta er gert til að koma til móts við síaukinn straum ferðamanna á lágönn til Akureyrar og til að gera enn fleirum gestum, innlendum sem erlendum, fært að koma og sjá sýningar safnsins á 50 ára afmæli þess og 150 ára afmæli Akureyrarbæjar.Þess má geta að fram til 15. september er safnið opið daglega kl 10-17!
Lesa meira
05.09.2012
Mikil aðsókn er í afmælissýningu safnsins Manstu ... Akureyri í myndum. Mikið er spjallað og rýnt í myndir og rifjaðar upp margar góðar minningar um hvernig var umhorfs á Akureyri. Safnið er opið alla daga frá kl 10-17 fram til 15. september það er því um að gera að nýta tækifærið og kíkja í heimsókn.
Lesa meira
01.09.2012
Á laugardagsmorgun var afmælisgjöf Norðurorku til Akureyrarbúa "opnuð" þegar söguskilti á gömlu Akureyri voru afhjúpuð með viðhöfn. Minjasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa og framkvæmdadeild Akureyrar unnu að undirbúningi, hönnun og framkvæmd þessa fróðlega og skemmtilega verks í góðri samvinnu við Teikn á lofti og Jón Hjaltason auk Afmælisnefndar Akureyrarbæjar.
Lesa meira
29.08.2012
Akureyri er 150 ára í dag. Minjasafnið á Akureyri, sem var afmælisgjöf til Akureyringa á aldarafmæli bæjarins, óskar afmælisbarninu til hamingju með daginn. Gestir safnsins fá að njóta góðs af AFMÆLINU því aðgangseyrir inn á safnið í dag eru einungis 150 kr. Til hamingju með afmælið Akureyri og allir Akureyringar. Á afmælisssýningu safnsins Manstu - Akureyri í myndum er hægt að sjá á myndum þær breytingar sem orðið hafa á afmælisbarninu Akureyri frá 1862 auk þess sem myndasyrpa frá Kvikmyndasafni Íslands sýnir svart á hvítu hvernig umhorfs var á Akureyri 1907-1970. Komdu og kynnstu AKUREYRI á annan hátt en þú ert vanur/vön. Hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira
27.08.2012
Í afmælisgöngunni fimmtudaginn 30. ágúst verður gengið um slóðir Akureyrarskáldanna.
Lesa meira
24.08.2012
Það verður heldur betur draugalegt um að litast hjá okkur föstudaginn 31. ágúst. Þá fer fram hin árlega Draugaslóð Minjasafnsins. Það verða fjöldamargir draugar á sveimi í rökkrinu, óvæntar uppákomur með draugalegu ívafi verða á götum úti og drungaleg tónlist mun óma um króka og kima Innbæjarins. Við biðjum fólk að hafa í huga að þetta er draugalegur viðburður sem einkennist af myrkri, drungalegum hljóðum og á stundum hálf óhugnarlegum verum sem gætu skotið skelk í bringu ungra barna. Þetta er síðasta Draugaslóð Minjasafnsins í þessu formi. Ljósin verða slökkt upp úr kl 22. Draugaslóðin lifnar við kl 22:30. Það eru Leikfélag Hörgdæla - Leikfélag Akureyrar - Minjasafnið á Akureyri og áhugafólk um hræðslu sem standa að draugaslóð.
Lesa meira
20.08.2012
Það var ákaflega notaleg stemning á danska deginum sem haldinn var í gær í Innbænum. Fjöldi manns lagði leið sína á þennan skemmtilega viðburð sem haldinn var í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar. Hér unnu hönd í hönd íbúar í Innbænum, söfnin og Akureyrarbær ásamt fjölda mörgum styrktaraðilum. Á Minjasafnið og í Nonnhús komu hátt í 500 gestir sem naut þess að ganga um sýningarnar, spjalla og njóta stemningarinnar í garðinum. Fjöldamargir skelltu andlitum sínum í stækkaða ljósmynd svo það leit út að þeir væru þátttakendur í garðveislu sem haldinn var einmitt hér í Innbænum um 1900. Starfsfólk Minjasafnsins og Nonnahúss þakkar ykkur kærlega fyrir komuna.
Lesa meira
20.08.2012
Afmælisgangan fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20er um Oddeyrina.
Lesa meira