19. aldar ljósmyndari - sýnikennsla á laugardaginn

Á laugardaginn gefst tækifæri til að bregða sér aftur um aldir og fylgjast með ljósmyndara taka ljósmyndir og framkalla með efnum og aðferðum sem notaðar voru um 1850. Hörður Geirsson fer í spor Jóns Chr. Stefánssonar, timburmeistara og myndasmiðs sem fyrstur Íslendinga tók ljósmyndir með votplötutækni sem hann hafði lært í Kaupmannahöfn 1858.Hörður hefur undanfarið ár numið 19. aldar ljósmyndafræði í Kalifornínu og gert tilraunir með slíka tækni og smíðar nú eigin myndavél frá grunni en mun nota myndavél frá 1880 á laugardaginn ásamt færanlegu myrkraherbergi – myrkrakassa sem hann hefur smíðað. Sýnikennslan fer fram á Minjasafninu á Akureyri laugardaginn 24. september milli 14 og 16.
Lesa meira

Stoðvinir í Laufási 14. september

Stoðvinir, vinafélag Minjasafnsins á Akureyri, heldur í skemmtiferð í Gamla bæinn Laufás n.k. miðvikudag kl. 17. Að lokinni skoðunarferð um bæinn verður starfsemi vetrarins kynnt og hugmyndir viðraðar fyrir starfsárið 2011-2012.  Lagt verður af stað frá Minjasafninu kl. 16:30 og sameinast í bíla. Allir velkomnir.
Lesa meira

Síðasta helgin í Laufási

Það verður hauststemning um helgina í Gamla bænum Laufási. Þar verður uppskera haustsins seld s.s. rófur og kartöflur, spennandi íslenskt krydd í fallegum gjafakössum, fjallagrös og fleira. Kaffi Laufás framkallar ilm af lummum og kaffi. Þetta er síðasta sumarhelgin í Laufási og upplagt að njóta síðsumars í ljúfu umhverfi.
Lesa meira

Enginn aðgangseyrir á Akureyrarvöku

Skáldahúsin á Akureyri, Nonnahús, Davíðshús og Sigurhæðir eru opin á Akureyrarvöku frá kl. 13-17. Ókeypis inn í dag. Lítið við og kynnist eða rifjið upp kynnin af skáldunum og skoðið heimili þeirra í leiðinni.Á Minjasafninu verður einnig frítt inn á laugardaginn.
Lesa meira

Mögnuð stemning á Draugaslóð

Það var dulmögnuð stemning í fyrra á Draugaslóð. Kvæðamannafélagið Gefjun fór með kraftmiklar stemmur og kvæði.Athugið að ekki er um eiginlega göngu að ræða heldur fer fólk um Innbæinn frá Gamla spítala (gula húsið) að garði Minjasafnsins. Safnið verður ekki opið þar sem fjöldinn bar safnið ofurliði í fyrra.Gangið varlega um skuggaveröld Innbæjarins milli 22:30 og 23:30 á föstudaginn.Myndir frá því í fyrra.
Lesa meira

Á draugaslóð í Innbænum á 26. ágúst

Fylgist náið með okkur á facebook því nú líður að draugavöku. Innbærinn tekur á sig draugalega mynd milli 22:30 og 23:30 föstudaginn 26. ágúst n.k. Safnið verður lokað að þessu sinni. Hins vegar verður ýmislegt nýtt á ferli utanhúss. Fylgist með.
Lesa meira

Frábær Markaðsdagur í Laufási

·        Það er óhætt að segja að Markaðsdagurinn í Laufási hafi tekist vel þetta árið. Talið er að um 600 manns hafi lagt leið sína  í Laufás. Það voru 15 söluaðilar með borð og voru með frábært úrval af handverki og matvöru sem gestir kunnu vel að meta. Snorri, Ragnheiður, Finnur og Ingi sáu um tónlistina sem hljómaði um svæðið, þökk sé þeim og öllum sem tóku þátt í þessu með okkur.  
Lesa meira

Markaðsdagur í Laufási á mánudaginn 1. ágúst

Á mánudaginn kl. 13-16 verður haldinn markaðsdagur í Laufási í Grýtubakkahreppi. Á boðstólnum verður fjölbreytt íslenskt handverk eins og silfurmunir, prjónavara, snyrtivörur og matvara úr héraði ásamt ýmsu öðru forvitnilegu.  Í Laufási er rekið Kaffi Laufás sem býður upp á þjóðlegar veitingar. Laufás er 30 km. norðaustur frá Akureyri og er tilvalinn áningarstaður á leið austur á land.
Lesa meira

Í fótspor feðranna, söguganga um Innbæinn

Næstkomandi laugardag, 30. júlí kl. 14 býður Minjasafnið upp á gönguferð með leiðsögn. Farið verður í fótspor feðranna og gengið um elsta bæjarhluta Akureyrar,  Fjöruna, gömu Akureyri og allt norður að Torfunefi.  Gangan hefst við Minjasafnið og endar í Sigurhæðum, húsi þjóðskáldsins Matthíasar Jochumssonar, þar sem boðið verður upp á hressingu. Leiðsögumaður er Gísli Sigurgeirsson Innbæingur og sögumaður með meiru. Gangan tekur um 1,5 klst. Ekkert þátttökugjald. Tilvalið tækifæri til að fræðast um sögu elsta bæjarhluta Akureyrar og áhugaverða einstaklinga sem þar hafa búið í gegnum tíðina!  
Lesa meira

Á huldufólksslóð 20. júlí kl 20:00

Fimmtudagskvöldið 20. júlí kl 20 verður gengið um huldufólksslóð á Akureyri. Gengið verður  frá Hamarkotsklöppunum við enda Brekkugötunnar (rétt við styttu Helga margra og Þórunnar hyrnu)stundvíslega kl 20. Leiðsögumenn eru Hanna Rósa Sveinsdóttir og Hörður Geirsson starfsmenn Minjasafnsins. Allir velkomnir og ekkert þátttökugjald er í gönguna!
Lesa meira