Veitingarekstur í Laufási - rekstraraðili óskast!

Minjasafnið á Akureyri óskar eftir áhugasömum aðilum til að reka veitingasölu og veitingasal í Laufási. Í Laufási er reikin umfangsmikil ferðaþjónusta í kringum Gamla bæinn Laufás. Góð tengsl eru við aðra ferðaþjónustuaðila og gestafjöldi stöðugur. Möguleikar á frekari útleigu á 80 manna veitingasal. Gamli bærinn er opinn alla daga kl 9-18 frá 29. maí til 12. september. Hefur þú áhuga eða viltu afla þér nánari upplýsinga? Hafðu þá endilega samband við Harald Þór Egilsson safnstjóra í síma 462-4162 eða haraldur@minjasafnid.is alla virka daga. Tilboð berist fyrir 31. mars.
Lesa meira

Fjölmenn leiðsögn og fjöldinn allur af bolluvöndum

Hátt í 100 manns sótti Minjasafnið heim á laugardaginn. Hér var ys og þys enda fólk á öllum aldri. á Neðri hæðinni sátu stórir og smáír í bolluvandagerð með STOÐvinum safnsins. Á efri hæðinni leiddi Hörður Geirsson áhugasama gesti um ljósmyndasýninguna FJÁRSJÓÐUR á síðasta sýningardegi. Við þökkum öllum gestunum kærlega fyrir komuna! 
Lesa meira

Síðasti sýningardagur ljósmyndasýningarinnar FJÁRSJÓÐUR

laugardaginn 5. mars er síðasti sýningardagur ljósmyndasýningarinnar FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965. Hörður Geirsson mun leiða gesti um sýninguna kl 14.Verið hjartanlega velkomin!
Lesa meira

Bolla, bolla - átt þú bolluvönd?

Senn líður að bolludeginum og af því tilefni standa STOÐvinir Minjasafnins fyrir bolluvandagerð á Minjasafninu laugardaginn 5.mars kl 14-16. þar sem öskudagurinn er einnig á næsta leyti veður hægt að læra að gera öskupoka á Leikfangasýningunni í Friðbjarnarhúsi sama dag, laugardaginn 5. mars, kl 14-16. kíkið endilega á okkur það er 2 fyrir 1 á safnið og frítt fyrir 15 ára og yngri. 
Lesa meira

Leiðsögn um ljósmyndasýninguna á laugardaginn

Þar sem Akureyrarbær og nágrenni skartar sínu fegursta og laðar að sér ferðafólk í vetrarleyfi þá  er opið þessa viku frá kl 13-16 á safninu. Næstkomandi laugardag 26. febrúar kl 14 verður leiðsögn um ljósmyndasýninguna FJÁRSJÓÐUR – tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965. Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnins og sýningarstjóri, leiðir gesti safnsins um fjársjóðinn sem sýningin er. Við bjóðum gestum okkar uppá 2 fyrir 1 tilboð og frítt er sem endranær fyrir 15 ára og yngri.
Lesa meira

Meiri opnunartími í næstu viku

Safnið verður opið dagana 21. - 25. febrúar frá kl 13-16 enda bærinn að fyllast af fólki af höfuðborgarsvæðinu sem er í vetrarfríi. Við tökum vel á móti ykkur og hlökkum til að sjá ykkur!
Lesa meira

Þekkir einhver sveitabæinn og/eða fólkið??

Minjasafninu barst þessi mynd í fyrradag. Hún er tekin af Jóni J. Árnasyni. Myndin gæti verið tekin í Eyjafirði eða báðum Þingeyjarsýslunum því Jón J Árnason bjó í Hörgárdal, Húsavík og að lokum á Þórshöfn. Hann virðist hafa tekið mest myndir í nágrenni sínu á hverjum stað. Ef þú veist hver sveitabærinn er og þekkir fólkið vinsamlegast hafðu samband við Hörð hordur@minjasafndid.is eða í síma 462-4162.
Lesa meira

Votplötumyndataka á ný eftir 125 ára hlé

Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnsins, tók um helgina mynd sem ekki væri í frásögur færandi nema af því að hann notaði aðferð sem ekki hefur verið notuð í 125 ár. Þessi aðferð að taka mynd á votplötu kallar á flókna efnafræði auk þess sem Hörður þurfti að læra ljósfræði uppá nýtt vegna linsanna, sem eru frábrugnar þeim sem eru í venjulegri myndavél,  auk þess sem umgengnin við myndavélina sjálfa skiptir sköpum. Mikill undirbúningur hefur staðið yfir hjá Herði til þess að gera þetta að veruleika því smíða þurfti bæði færanlegt myrkaherbergi og myndavél. það tekur um hálftíma eða jafnvel klukkustund að taka hverja mynd með þessari aðferð.Til að fræðast meira um þetta er hægt að lesa viðtal við Hörð í Vikudegi 17. febrúar 2011. 
Lesa meira

Húsakönnun í Innbænum og Fjörunni

Minjasafnið á Akureyri og Hjörleifur Stefánsson arkitekt vinna nú að húsakönnun í Innbænum og Fjörunni vegna deiliskipulagsgerðar þessa bæjarhluta. Húsakönnunin byggir að hluta til á eldri húsakönnun sem Hjörleifur vann fyrir Skipulagsdeild Akureyrarbæjar árið 1982 og gefin var út í ritinu Akureyri, Fjaran og Innbærinn byggingarsaga árið 1986. Það rit er löngu uppselt. Áætlað er að húsakönnuninni verði lokið vorið 2011. Niðurstöðurnar verða aðgengilegar í skýrsluformi á heimasíðum Akureyrarbæjar og Minjasafnsins á Akureyri. Nánari upplýsingar um húsakönnunina  gefur Hanna Rósa Sveinsdóttir á Minjasafninu á Akureyri í s. 462 4162 eða á hanna@minjasafnid.is
Lesa meira

Ljósmyndasýningin - FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965

Vissir þú að fjórar konur voru ljósmyndarar á þessum tíma? Hefur þú séð myndina af Vilhelmínu Lever sem fyrst kvenna kaus í sveitastjórnarkosningum á Íslandi? Kíktu til okkar á morgun, laugardaginn 10. mars kl 14-16, og sjáðu myndir ljósmyndarana sem störfuðu í Eyjafirði á þessu tímabili sem og myndir eftir hinn þekkta og einn virtasta ljósmyndar landsins Vigfús Sigurgerissonar.
Lesa meira