04.02.2011
Nú er tækifærið því við erum með opið á morgun, laugardaginn 5. febrúar, milli kl. 14 og 16. Hér má sjá ljósmyndir 20 eyfirskra ljósmyndara frá árunum 1858-1965. Hér eru því myndir eftir Önnu Schiöth, Jón Chr Stefánsson, Tryggva Gunnarsson, Jón Júlíus Árnason, Önnu Magnúsdóttur, Hallgrím Einarsson, Vigfús Sigurgeirsson og Eðvarð Sigurgeirsson svo einhverjir séu nefndir. Sýningarlok eru nú um mánaðarmótin.
Lesa meira
03.02.2011
Í vikunni barst Nonnahúsi gjöf, bókin Nonni á sænsku gefin út 1958, frá Gudrun Zellner - Sjunnesson sem býr í Stokkhólmi. Hún kom fyrir 10 árum í Nonnahús þá var henni sagt að þessi bók væri ekki til á safninu. Hún er mikið búin að leita að bókinni síðan þá og gladdist mikið þegar hún loksins fann hana. Nú er bókin hingað komin og eru hennar færðar miklar þakkir fyrir. Nonnvinir eru einstakir!Nonnahús fick i veckan en present, boken Nonni på svenska, från Gudrun Zellner-Sjunnesson som bor i Stockholm. Hon kom på besök i Nonnis hus för 10 år sedan och fick då veta att denna bok inte fanns i muséet. Hon har letat efter boken sedan dess och gladdes mycket när hon slutligen hittade den. Boken finns nu i Nonnis hus och vi tackar Gudrun hjärtligt. Nonnis vänner är fantastiska!
Lesa meira
02.02.2011
Gaman er að segja frá því að kennarar og nemendur á öllum skólastigum í Eyjafirði eru duglegir að nýta sér safnfræðsluna sem er í boði á safninu yfir vetrartímann. í þessari viku fór safnkennarinn með gullkistuna til elstu barna á leikskólanum Naustatjörn í Naustaskóla og tók á móti erlendum skiptinemum við Háskólann á Akureyri til að fræða þau um sögu byggðarlagsins sem þau búa í núna. Í morgun kynntist hópur leikskólabarna frá Naustatjörn því hvernig var að vera barn á Akureyri í gamla daga og skoðaði sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn. Á morgun er svo von á leikskólabörnum frá Flúðum í sömu erindagjörðum. Hér er því mikið fjör.
Lesa meira
02.02.2011
Síðastliðinn laugardag 29. janúar opnaði sýning á ljósmyndum Bárðar Sigurðssonar í Myndasal þjóðminjasafns Íslands. Sýningin er samstarfsverkefni Minjasafnins á Akureyri, Þjóðminjasafns Íslands og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Ljósmyndir Bárðar veita einstæða sýn inn í íslenskt bændasamfélag og þjóðmenningu við upphaf nýliðinnar aldar. Sýningin stendur til 2. maí 2011.
Lesa meira
28.01.2011
Safnið er opið og býður alla gesti velkomna milli kl 14 og 16 á morgun, laugardaginn 29. janúar.
Lesa meira
24.01.2011
Ef þú getur hjálpað okkur þá hafðu endilega samband við Harald Þór, safnstjóra, haraldur@minjasafnid.is eða í síma 462-4162
Lesa meira
21.01.2011
Vegna umfjöllunar Einars Fals um ljósmyndasýninguna Fjársjóður - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar frá 1858-1965 í Morgunblaðinu 18. janúar verður safnið opið á morgun laugardaginn 22. janúar kl 14-16. Verið hjartanlega velkomin.
Lesa meira
12.01.2011
Í gær hófst laufléttur leikur á fésbókarsíðu Minjasafnsins. Þegar vinir síðunnar eru orðnir yfir 1000 verður dreginn út veglegur vinningur. Hinn heppni fær að bjóða 9 vinum sínum í lifandi leiðsögn um Innbæinn, koma með þá í heimsókn á sýningar safnsins í kjölfarið og að lokum í pizzuveislu á Bryggjunni. Kíkið endilega á fésbókarsíðuna til að sjá hvað þið þurfið að gera og látið vini ykkar endilega vita af þessum skemmtilega leik.
Lesa meira
07.01.2011
Vegna mikillar ófærðar í Innbænum sem og öllum bænum er safnið LOKAÐ í dag, föstudaginn 7. janúar.
Lesa meira
07.01.2011
Safnið verður lokað á laugardögum í janúar! Skrifstofur safnins eru þó að sjálfsögðu opnar sem endra nær alla virka daga frá kl 8-16. Hópum og áhugasömum gestum er bent á að hafa samband við starfsfólk safnins ef áhugi er á heimsóknum í safnið!
Lesa meira