24.09.2010
Það er opið hjá okkur á laugardögum frá kl 14-16. Ljósmyndasýningin FJÁRSJÓÐUR - tuttugu eyfirskir ljósmyndarar 1858-1965 er í skammtímasalnum. Sýningarnar Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu eru grunnsýningar safnsins og þar er margt fróðlegt og forvitnilegt fyrir alla fjölskylduna. Kíktu í heimsókn! Opið á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Lesa meira
14.09.2010
Nú er lokað í Gamla bænum Laufási yfir vetrartímann. Að sjálfsögðu verða fastir viðurðir í bænum eins og venjulega yfir veturinn en þeir verða nánar auglýstir síðar. Þeir sem áhuga hafa að koma með hópa í Laufás er bent að hafa samband við Hólmfríði, staðarhaldara, í síma 895-3172.
Lesa meira
14.09.2010
Við höfum opið í dag og á morgun frá kl 10-17 en eftir 15. september tekur vetraropnunin við. Þá er opið á laugardögum frá kl 14-16. Hægt er að kíkja við í safnbúðina á skrifstofutíma sem er alla virka daga frá kl 8-16.
Lesa meira
10.09.2010
hún er opin daglega á opnunartíma safnsins til 15. september kl 10-17.Kíkið í heimsókn!
Lesa meira
11.09.2010
Í Gamla prestshúsinu næstu helgi (12. og 13. september) verður lummukaffi í þar sem þetta er síðasta opnunarhelgi sumarsins. Opið er í Gamla bænum sem og í veitingasölunni og safnbúðinni í gamla Presthúsinu frá kl 9-18. Verið hjartanlega velkomin
Lesa meira
30.08.2010
Draugalegt var um að listast í Innbænum síðastliðið föstudagskvöld þar sem sögumenn fóru með draugasögur, kveðnar voru rímur við undirleik dimmra tóna vindlurks og verur af ýmsum gerðum fóru á stjá. það var margt um manninn á þessu kyngimagnaða kvöldi! Á safninu urðu gestir varir við draugalegar verur í mörgum skúmaskotum og sýningum þess og óvenjulegir gripir leyndust víða. Við þökkum öllum okkar góðu gestum fyrir komuna og sjálfboðaliðum og velunnurum safnsins fyrir þátttökuna.
Lesa meira
26.08.2010
Skerandi óp, dularfullur andardráttur, drungaleg tónlist, draugasögur og verur af öðrum heimi er meðal annars það sem gestir og gangandi munu heyra og sjá í Innbænum, elsta hluta Akureyrar, næstkomandi föstudagskvöld 27. ágúst kl 22:30-23:59. Þetta kyngimagnaða kvöld hefst á Minjasafninu sjálfu þar sem draugalegt verður um að litast frá kl 22:00 – 23:59. Gestir safnsins munu virða fyrir sér sýningar þess með öðrum hætti en áður og dulúð og draugalegheit munu ráða ríkjum.
Lesa meira
24.08.2010
Skerandi skelfileg óp, drungaleg tónlist og verur af öðrum heimi er meðal annars það sem gestir og gangandi munu heyra og sjá í Innbænum, elsta hluta Akureyrar, næstkomandi föstudagskvöld 27. ágúst kl 22:30-23:59 í Draugaslóð Minjasafnsins á Akureyri. Draugasögur verða sagðar í Minjasafnsgarðinum, við Friðbjarnarhús, við Gamla spítalann og Laxdalshús. Síðast en ekki síst verður draugalegt um að litast á Minjasafninu sjálfu frá kl 22:00 – 24:00!
Lesa meira