þarftu að sauma eða smíða fyrir öskudaginn? Komdu og kíktu til okkar!

Minjasafnið á Akureyri, Punkturinn og Grasrót – Iðngarðar bjóða áhugasömum einstaklingum að koma saman og sauma eða breyta fötum fyrir öskudaginn laugardaginn 13. febrúar                frá kl. 10 – 16 í Zontasalnum, Aðalstræti 54 A. Á staðnum verður fólk til hjálpar sem saumað hefur ófáa búninga í gegnum tíðina.Trésmíðaverkstæðið í Iðngörðunum á Hjalteyragötu 20 (gamli Slippurinn) verður opið frá kl 10-16 fyrir þá sem þurfa að smíða tilheyrandi fylgihluti í tilefni af öskudeginum. Þar verða smiðir öllum til aðstoðar.  
Lesa meira

Opið á safninu á laugardaginn!

Það er opið hjá okkur á laugardaginn kl 14 - 16. Örsýning sem sýnir öskudagsbúninga hefur verið skeytt inní sýninguna Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna sem var sumarsýningin okkar 2009. Verið hjartanlega velkomin. Spennandi hlutir gerast hjá okkur næstu helgi svo fylgist endilega með á heimasíðunni. 
Lesa meira

Minjasafnsins getið í ferðatímaritinu Lonely Planet

Sýningar Minjasafnsins hafa vakið athygli blaðamannanna hins vel þekkta ferðatímarits  Lonely Planet. Í febrúarhefti tímaritsins er mælt með Akureyri sem áfangastað fyrir þá sem þegar hafa farið til stórborganna París, Róm og Madríd.  En nánar má lesa um þetta í febrúarheftinu á bls 15. 
Lesa meira

Myndaskoðun.

Stoðvinir Minjasafnsins ætla að halda uppteknum hætti og hittast á laugardaginn kemur kl. 14-16 á kaffistofu Minjsasafnsins til að skoða myndir. Þekkja konur og karla sem á þeim eru, spjalla saman og fá sér kaffibolla. Ætlunin er að halda myndaskoðun áfram eitthvað fram eftir vetri. Skráið ykkur inn á  facebook síðu Stoðvina: http://www.facebook.com/group.php?gid=227496299822&ref=nf til að fylgjast með hvað um er að vera. 
Lesa meira

Lesa meira

Sýningartími Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna framlengdur

Að venju er opið hjá okkur á laugardögum milli kl 14-16 yfir vetrartímann. Sýningartími fjölskyldusýningarinnar "Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna" hefur verið framlengdur en hún mun standa fram yfir páska! 
Lesa meira

Hátíðarmessa í Minjasafnskirkjunni 26.desember

Að venju verður messað í Minjasafnskirkjunni 26. desember. Messan er kl 17 og allir eru innilega velkomnir. Prestur er sr. Svavar Alferð Jónsson og organisti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.  
Lesa meira

Lesa meira

Jól á Jarlsstöðum 1916 - frásögn Ingólfs Benediktssonar

Mikilvægur hluti jólahaldsins á Íslandi er að gefa bækur og lesa um jólin. Andi jólanna svífur yfir þessum skemmtilegu endurminningum Ingólfs Benediktssonar frá því hann var átta ára.
Lesa meira

Lesa meira