Minjasafnið er opið þessa viku frá kl 13-16

Í bænum er margt fólk þar sem nóg er um að vera og vetrarfríin eru byrjuð. Af því tilefni höfum við ákveðið að auka opnunartíma safnins og því er opið núna frá 15.-19. febrúar frá kl 13 - 16 og á laugardaginn 20. febrúar frá kl 14-16. Verið velkomin. 
Lesa meira

Frestað vegna veðurs. Draugasögur í Laufási.

Dagskrá um draugasögur sem vera átti í Gamla bænum Laufási í dag sunnudag er frestað vegna veðurs. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira

Draugasögur í Laufási sunnudaginn 14. febrúar.

Takmarkað ljós, löng draugaleg göng og ýmis skúmaskot Gamla bæjarins í Laufási mynda tilheyrandi umgjörð fyrir þjóðlegar draugasögur og draugalegar rímur sunnudagskvöldið            14. febrúar kl 20:00.    Vegna takmarkaðs pláss þarf að tilkynna um þátttöku í síma              463-3196 eða 895-3172. Aðgangseyrir kr 600. Lummukaffi verður til sölu inni í Gamla prestshúsinu á eftir dagskrá í Gamla bænum.
Lesa meira

Örsýning - Allir hlæja á öskudaginn!

Það eru fáir dagar sem setja jafn mikinn svip á bæjarlífið á Akureyri og öskudagur.  Í tilefni þessa skemmtilega dags hefur verið sett upp örsýning á Minjasafninu á Akureyri. Hún er hluti af fjölskyldusýningu safnsins Allir krakkar, allir krakkar  -  líf og leikir barna. Á sýningunni gefur að líta heimagerða öskudagsbúninga sem ýmist hafa verið lánaðir á sýninguna eða eru úr fórum safnsins. Sýningin verður opin á laugardögum frá kl 14 - 16 fram til 6. mars.
Lesa meira

Bolluvendir og öskupokar með aðstoð Stoðvina Minjasafnsins

Í tilefni af opnun sýningarinnar "Allir hlæja á öskudaginn" verða Stoðvinir Minjasafnsins í Zontasalnum laugardaginn, 13. febrúar milli 14 og 16, en þar ætla þeir að sýna gestum og gangandi hvernig öskupokar og bolluvendir voru gerðir.
Lesa meira

þarftu að sauma eða smíða fyrir öskudaginn? Komdu og kíktu til okkar!

Minjasafnið á Akureyri, Punkturinn og Grasrót – Iðngarðar bjóða áhugasömum einstaklingum að koma saman og sauma eða breyta fötum fyrir öskudaginn laugardaginn 13. febrúar                frá kl. 10 – 16 í Zontasalnum, Aðalstræti 54 A. Á staðnum verður fólk til hjálpar sem saumað hefur ófáa búninga í gegnum tíðina.Trésmíðaverkstæðið í Iðngörðunum á Hjalteyragötu 20 (gamli Slippurinn) verður opið frá kl 10-16 fyrir þá sem þurfa að smíða tilheyrandi fylgihluti í tilefni af öskudeginum. Þar verða smiðir öllum til aðstoðar.  
Lesa meira

Opið á safninu á laugardaginn!

Það er opið hjá okkur á laugardaginn kl 14 - 16. Örsýning sem sýnir öskudagsbúninga hefur verið skeytt inní sýninguna Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna sem var sumarsýningin okkar 2009. Verið hjartanlega velkomin. Spennandi hlutir gerast hjá okkur næstu helgi svo fylgist endilega með á heimasíðunni. 
Lesa meira

Minjasafnsins getið í ferðatímaritinu Lonely Planet

Sýningar Minjasafnsins hafa vakið athygli blaðamannanna hins vel þekkta ferðatímarits  Lonely Planet. Í febrúarhefti tímaritsins er mælt með Akureyri sem áfangastað fyrir þá sem þegar hafa farið til stórborganna París, Róm og Madríd.  En nánar má lesa um þetta í febrúarheftinu á bls 15. 
Lesa meira

Myndaskoðun.

Stoðvinir Minjasafnsins ætla að halda uppteknum hætti og hittast á laugardaginn kemur kl. 14-16 á kaffistofu Minjsasafnsins til að skoða myndir. Þekkja konur og karla sem á þeim eru, spjalla saman og fá sér kaffibolla. Ætlunin er að halda myndaskoðun áfram eitthvað fram eftir vetri. Skráið ykkur inn á  facebook síðu Stoðvina: http://www.facebook.com/group.php?gid=227496299822&ref=nf til að fylgjast með hvað um er að vera. 
Lesa meira

Lesa meira