05.02.2010
Sýningar Minjasafnsins hafa vakið athygli blaðamannanna hins vel þekkta ferðatímarits Lonely Planet. Í febrúarhefti tímaritsins er mælt með Akureyri sem áfangastað fyrir þá sem þegar hafa farið til stórborganna París, Róm og Madríd. En nánar má lesa um þetta í febrúarheftinu á bls 15.
Lesa meira
03.02.2010
Stoðvinir Minjasafnsins ætla að halda uppteknum hætti og hittast á laugardaginn kemur kl. 14-16 á kaffistofu Minjsasafnsins til að skoða myndir. Þekkja konur og karla sem á þeim eru, spjalla saman og fá sér kaffibolla. Ætlunin er að halda myndaskoðun áfram eitthvað fram eftir vetri. Skráið ykkur inn á facebook síðu Stoðvina: http://www.facebook.com/group.php?gid=227496299822&ref=nf til að fylgjast með hvað um er að vera.
Lesa meira
19.01.2010
Að venju er opið hjá okkur á laugardögum milli kl 14-16 yfir vetrartímann. Sýningartími fjölskyldusýningarinnar "Allir krakkar, allir krakkar - líf og leikir barna" hefur verið framlengdur en hún mun standa fram yfir páska!
Lesa meira
23.12.2009
Að venju verður messað í Minjasafnskirkjunni 26. desember. Messan er kl 17 og allir eru innilega velkomnir. Prestur er sr. Svavar Alferð Jónsson og organisti Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.
Lesa meira
22.12.2009
Mikilvægur hluti jólahaldsins á Íslandi er að gefa bækur og lesa um jólin. Andi jólanna svífur yfir þessum skemmtilegu endurminningum Ingólfs Benediktssonar frá því hann var átta ára.
Lesa meira
12.12.2009
Þar sem færri komust að en vildu s.l. laugardag ætla Stoðvinir Minjasafnsins koma saman laugardaginn 12 og 19 desember í kaffistofu Minjasafnsins til að spjalla og fletta ljósmyndamöppum úr fórum safnsins.Ekki er ólíklegt að ein eða tvær sögur verði sagðar yfir kaffibolla eða að gamlir kunningjar spretti upp úr ljósmyndunum.Allir eru innilega velkomnir að vera með og gefst í leiðinni tilvalið tækifæri til að hitta aðra Stoðvini og kynnast starfi félagsins.
Lesa meira
03.12.2009
Jólatrésskógur sprettur upp núna um helgina í akureyskri stemningu í grunnsýningu Minjasafnins: Akureyri – bærinn við Pollinn. Bernskujólatrén, sem félagar úr Laufáshópnum hafa grafið uppúr pússi sínu eða gert eftirlíkingar af, setja jólalegan blæ á sýninguna fram til 20. desember. Opnunartími safnsins er á laugardögum og sunnudögum kl 14-16 til 20. desember.
Lesa meira